<$BlogRSDUrl$>

8. september 2005

Af fundum og pólitík

Á þriðjudaginn var fundur í skipulags- og bygginganefnd þar sem fjölmörg mál voru tekin fyrir að venju. Ákveðið var að senda erindi frá Orkuveitu Reykjavíkur(OR) í grenndarkynningu en fyrirtækið er að sækja um að fá að byggja við áhaldahús Hveragerðisbæjar, en hluti hússins er í eigu OR. Á fundinum vakti ég athygli á því að á umræddri lóð er staðsett borhola í einkaeigu sem séð hefur ákveðnum húsum í nágrenninum fyrir heitu vatni í tugi ára. Eigendur holunnar eru tiltölulega nýbúnir að endurnýja lagnir frá henni þannig að um töluverða hagsmuni er að ræða. Nýbygging OR verður í þriggja metra fjarlægð frá holunni þannig að áhrifasvæði hússins verður mun nær. Það er nokkuð ljóst að eigendur borholunnar munu fylgjast grannt með hverju fram vindur en nú hafa þeir tækifæri til að koma með athugasemdir við framkvæmdirnar í grenndarkynningunni.
Fyrirhugaðar breytingar á Gistiheimilinu Bóli voru einnig sendar í grenndarkynningu en ætlunin er að breyta gistiheimilinu í 6 íbúða fjölbýlishús. Nefndin vakti athygli á nauðsyn þess að aðkoma að bílastæðum væri góð en Hveramörkin sem umrætt hús stendur við er afskaplega þröng.
Það sést best á fundum skipulags- og bygginganefndar hversu mikil uppbygging á sér stað hér í bæjarfélaginu. Lagðar voru fram teikningar að 14 íbúðum í par og raðhúsum og að tveimur einbýlishúsum. Í Bóli verða 6 íbúðir og síðan var samþykkt, eftir grenndarkynningu, bygging tveggja einbýlishúsa norðan við Þórsmörk.
---------------------------
Á þriðjudagskvöldinu hittust fulltrúar Sjálfstæðismanna til að undirbúa bæjarstjórnarfund september mánaðar. Heldur var fundarboðið rýrt enda kom á daginn að fundurinn tók ekki nema rétt rúman hálftíma seinnipartinn í dag. Ótrúlega lítið á dagskrá á þessum fyrsta fundi að afloknu sumarleyfi. Skýrsla sameiningarnefndar var lögð fram til kynningar og voru fundarmenn almennt ánægðir með hana semog störf sameiningarnefndar. Bæklingur með helstu atriðum úr skýrslunni fór í öll hús á svæðinu í vikunni þannig að fyrst nú fer umræða um sameiningu af stað hjá íbúum.
Nokkrir hafa haft orð á því að það vanti skýrari línur í bæklinginn. Afstöðu af eða á. Það er aftur á móti alveg ljóst að það er ekki nefndarinnar að reka áróður með eða á móti sameiningu þessara sveitarfélaga. Nefndin setur fram á eins hlutlausan hátt og hún getur kosti og galla ásamt því að kynna framtíðarsýn sameinaðs sveitarfélags. Síðan er það íbúanna að kynna sér málið og mynda sér skoðun. Það er reyndar mjög mikilvægt að líflegar umræður skapist um þessa kosti og almenn kosningaþátttaka verði þannig tryggð.
--------------------------------
Í kvöld var fundur sveitarstjórnarfulltrúa og stjórna Sjálfstæðisfélaganna í Árnessýslu á vegum fulltrúaráðsins. Á fundinn mættu Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ og Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, en þau njóta þess bæði að sitja við stjórnvöl sina bæjarfélaga með hreinan meirihluta Sjálfstæðismanna á bak við sig. Mikill uppgangur hefur verið á þessum stöðum og því var fróðlegt að heyra erindi þeirra beggja um aðdraganda kosninga og þær áherslur sem þau leggja varðandi stjórnun bæjarfélaganna.
--------------------------------
Mikið hefur gengið á í stjórnmálum landsins undanfarna daga eftir að Davíð Oddsson tilkynnti að hann væri hættur afskiptum af pólitík og sæktist því ekki eftir formannssæti Sjálfstæðisflokkssins á komandi landsfundi. Geir Haarde verður góður arftaki Davíðs á formannsstóli en greinilegt er að keppnin mun snúast um varaformanninn. Það er alltaf gaman að kosningum hvar sem þær eiga sér stað og er ekki að efa að landsfundurinn verður líflegri en á horfðist eftir útspil síðustu daga. Það er aftur á móti mín skoðun að forusta flokksins verður að endurspegla þá breidd sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir og það gera þau bæði, Þorgerður og Kristján Þór, hvort með sínum hætti. Hún verandi kona, hann sem fulltrúi landsbyggðarinnar. Það má reyndar með góðum vilja segja að Þorgerður Katrín sé fulltrúi landsbyggðarinnar allavega á hún sumarbústað hér rétt fyrir neðan Hveragerði, í Ölfusinu, þannig að það getur sjálfsagt dekkað þessa vöntun á landsbyggðartengingu ! !
-------------------------------
Langloka dagsins skýrist af tölvuleysi í vikunni.
Var að endurnýja tölvukostinn og það gengur ekki alltaf snuðrulaust fyrir sig eins og allir vita. Sambandsleysi undanfarinna daga á sér því eðlilegar skýringar !!

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet