5. júní 2005
Sjómannadagur, gönguferð og Litla Sandvík !
Við landkrabbarnir hefðum ekki tekið eftir sjómannadeginum ef blöðin hefðu ekki gert þessum hátíðisdegi jafn góð skil og raun var á. Sonurinn tók samt þátt í hátíðahöldum á Akranesi enda á sundmóti þar alla helgina og greinilegt að dóttirin lét ekki sitt eftir liggja fyrir austan frekar en fyrri daginn :-)
Hér er búið að rigna heil ósköp um helgina þrátt fyrir að veðrið hafi verið yndislegt á milli. Rigningin gerði það að verkum að ekki varð jafnmikið úr garðvinnu eins og til stóð, sumum sem ég þekki til mikillar gleði!
Fórum í langan göngutúr í morgun og skoðuðum meðal annars fyrirhugað byggingasvæði í Hlíðarhaga og Álfafelli og svæðið í kringum Ullarþvottastöðina. Á öllum stöðunum eru uppi væntingar um mikla íbúðabyggð og því mikilvægt að vandað sé til skipulags svo það samræmist einnig þeim útivistar og umhverfissjónarmiðum sem fólk gerir til svæðisins. Gönguleiðirnar hér í kringum Hveragerði eru með þeim skemmtilegri sem finnast enda er sífellt að verða algengara að fólk komi hingað gagngert til að njóta útivistar. Á undanförnum árum hefur mikið verk verið unnið við uppbyggingu gönguleiða og njótum við þeirrar sérstöðu að stór hluti gönguleiða innan bæjarfélagsins eru uppitaðar og því öllum færar jafnt vetur sem sumar ! !
Heimsótti ættingjana í Litlu Sandvík í gær. Varð þess heiðurs aðnjótandi að vera boðið á háaloftið hjá frænda mínum Páli Lýðssyni. Þar er að finna gullnámu í formi bóka, blaða, fundargerða og ýmislegs fleira sem hann hefur safnað að sér í gegnum tíðina. Úr þessum heimildum vinnur hann síðan fræðibækur sínar en hann hefur til dæmis nýlega klárað sögu Rjómabúsins á Baugsstöðum og er að hefja öflun gagna fyrir Sögu Búnaðarsambands Suðurlands.
Við landkrabbarnir hefðum ekki tekið eftir sjómannadeginum ef blöðin hefðu ekki gert þessum hátíðisdegi jafn góð skil og raun var á. Sonurinn tók samt þátt í hátíðahöldum á Akranesi enda á sundmóti þar alla helgina og greinilegt að dóttirin lét ekki sitt eftir liggja fyrir austan frekar en fyrri daginn :-)
Hér er búið að rigna heil ósköp um helgina þrátt fyrir að veðrið hafi verið yndislegt á milli. Rigningin gerði það að verkum að ekki varð jafnmikið úr garðvinnu eins og til stóð, sumum sem ég þekki til mikillar gleði!
Fórum í langan göngutúr í morgun og skoðuðum meðal annars fyrirhugað byggingasvæði í Hlíðarhaga og Álfafelli og svæðið í kringum Ullarþvottastöðina. Á öllum stöðunum eru uppi væntingar um mikla íbúðabyggð og því mikilvægt að vandað sé til skipulags svo það samræmist einnig þeim útivistar og umhverfissjónarmiðum sem fólk gerir til svæðisins. Gönguleiðirnar hér í kringum Hveragerði eru með þeim skemmtilegri sem finnast enda er sífellt að verða algengara að fólk komi hingað gagngert til að njóta útivistar. Á undanförnum árum hefur mikið verk verið unnið við uppbyggingu gönguleiða og njótum við þeirrar sérstöðu að stór hluti gönguleiða innan bæjarfélagsins eru uppitaðar og því öllum færar jafnt vetur sem sumar ! !
Heimsótti ættingjana í Litlu Sandvík í gær. Varð þess heiðurs aðnjótandi að vera boðið á háaloftið hjá frænda mínum Páli Lýðssyni. Þar er að finna gullnámu í formi bóka, blaða, fundargerða og ýmislegs fleira sem hann hefur safnað að sér í gegnum tíðina. Úr þessum heimildum vinnur hann síðan fræðibækur sínar en hann hefur til dæmis nýlega klárað sögu Rjómabúsins á Baugsstöðum og er að hefja öflun gagna fyrir Sögu Búnaðarsambands Suðurlands.
Comments:
Skrifa ummæli