10. júní 2005
Síðbúin umfjöllun um bæjarstjórnarfund
Var búin að skrifa mikla langloku um bæjarstjórnarfund sem haldinn var á fimmtudagskvöld þegar tölvan gerði mér þann ljóta grikk að loka á sambandið og allt strokaðist út. Var í kjölfarið bent á að betra væri að skrifa fyrst í word og setja það svo inní blogg forritið!! Þannig að nú er verið að prufa aðrar aðferðir við bloggið.
Bæjarstjórnarfundurinn þróaðist eins og fyrir hafði verið spáð, eftir 7 mínútna fund og fyrstu bókun okkar um ársreikninginn var gert fundarhlé, að því loknu bókaði meirihlutinn og við tókum fundarhlé og sömdum okkar bókun :-) Eftir klukkutíma fund höfðum við verið saman í fundarsalnum í 14 mínútur.
Fundargerðin í heild sinni er hér.
Eins og fram kemur í bókunum okkar erum við afar ósátt við fjármálastjórnun núverandi meirihluta enda sést það best í ársreikningnum hvernig fjármálum bæjarins er fyrir komið.
Lesið endilega bókanir okkar við ársreikninginn en þar setjum við fram þá gagnrýni sem við völdum að setja á oddinn.
Svarbókun þeirra er um margt sérstök og málflutningurinn harla ótrúverðugur. Réttmætri gagnrýni okkar vegna söluverðs hitaveitunnar tekur meirihlutinn, eins og ávallt, mjög illa. Tala þau í staðinn um bakreikninga til bæjarbúa vegna sölu rafveitunnar á sínum tíma. Hef ekki tekið eftir þeim bakreikningi. Nema að þau haldi að rafveitan í okkar eigu hefði aldrei hækkað raforkuverð til bæjarbúa? Það er bara ekki hægt í stuttu máli að elta ólar við þennan málflutning. Geri það mjög sennilega síðar.
------------------------
Meirihlutinn hlustaði því miður ekki á rök okkar varðandi staðsetningu vaktmannahússins við Sundlaugina, því verður húsið endurbyggt á sama stað. Mikil ólga hefur verið í bæjarfélaginu vegna þessa máls og óþarfi að gera lítið úr málflutningi þeirra sem vilja flytja húsið ,eins og forsvarsmenn meirihlutans gerðu á fundinum. Það er nú einu sinni þannig að lítil mál geta oft valdið miklum usla og það er því miður að gerast hér.
------------------------
Var búin að skrifa mikla langloku um bæjarstjórnarfund sem haldinn var á fimmtudagskvöld þegar tölvan gerði mér þann ljóta grikk að loka á sambandið og allt strokaðist út. Var í kjölfarið bent á að betra væri að skrifa fyrst í word og setja það svo inní blogg forritið!! Þannig að nú er verið að prufa aðrar aðferðir við bloggið.
Bæjarstjórnarfundurinn þróaðist eins og fyrir hafði verið spáð, eftir 7 mínútna fund og fyrstu bókun okkar um ársreikninginn var gert fundarhlé, að því loknu bókaði meirihlutinn og við tókum fundarhlé og sömdum okkar bókun :-) Eftir klukkutíma fund höfðum við verið saman í fundarsalnum í 14 mínútur.
Fundargerðin í heild sinni er hér.
Eins og fram kemur í bókunum okkar erum við afar ósátt við fjármálastjórnun núverandi meirihluta enda sést það best í ársreikningnum hvernig fjármálum bæjarins er fyrir komið.
Lesið endilega bókanir okkar við ársreikninginn en þar setjum við fram þá gagnrýni sem við völdum að setja á oddinn.
Svarbókun þeirra er um margt sérstök og málflutningurinn harla ótrúverðugur. Réttmætri gagnrýni okkar vegna söluverðs hitaveitunnar tekur meirihlutinn, eins og ávallt, mjög illa. Tala þau í staðinn um bakreikninga til bæjarbúa vegna sölu rafveitunnar á sínum tíma. Hef ekki tekið eftir þeim bakreikningi. Nema að þau haldi að rafveitan í okkar eigu hefði aldrei hækkað raforkuverð til bæjarbúa? Það er bara ekki hægt í stuttu máli að elta ólar við þennan málflutning. Geri það mjög sennilega síðar.
------------------------
Meirihlutinn hlustaði því miður ekki á rök okkar varðandi staðsetningu vaktmannahússins við Sundlaugina, því verður húsið endurbyggt á sama stað. Mikil ólga hefur verið í bæjarfélaginu vegna þessa máls og óþarfi að gera lítið úr málflutningi þeirra sem vilja flytja húsið ,eins og forsvarsmenn meirihlutans gerðu á fundinum. Það er nú einu sinni þannig að lítil mál geta oft valdið miklum usla og það er því miður að gerast hér.
------------------------
Comments:
Skrifa ummæli