20. júní 2005
Síðbúin afmælisveisla ...
Það er búið að vera heilmikið fjör um helgina en á laugardagskvöldið héldum við Lárus afskaplega síðbúna afmælisveislu í tilefni af fertugsafmæli mínu sem var í desember síðastliðnum. Það er ekki hægt að neita því að gaman er að prófa hvernig er að eiga afmæli að sumri þegar maður hefur hingað til boðið gestum jólaglögg, eplaskífur og piparkökur á afmælisdaginn í svartasta skammdeginu. Var löngu búin að ákveða að hafa sumarsólstöðufagnað en eins og alþjóð veit ber 21. desember uppá vetrarsólstöður ! !
Það var gaman að geta boðið gestum til veislu í nýuppgerðum sal gamla hótelsins í Hveragerði og mál manna að vel hefði tekist til með endurbætur á þessu fallega húsi.
Systkini mín sáu um það að engum leiddist í veislunni og höfðu lagt heilmikla vinnu í hin ýmsu atriði, verst ef mannorð manns er farið veg allrar veraldar eftir þá útreið :-)
Hver lendir líka í svínslegum spurningaleik "Viltu verða fertug (nokkuð)" í afmælinu sínu?
Verð einnig að dást að vinkonum mínum úr MA sem sungu frumsamið lag við feykigóðar undirtektir, þessi hópur gæti gert út á söng í veislum, þær eru svo góðar í faginu. Verðum líka óstöðvandi hér eftir, því tvær helgar í röð hafa MA systur troðið upp. Geri aðrir betur :-)
Þetta var ógleymanlegt kvöld í góðra vina hópi og vona ég að gestir okkar hafi skemmt sér jafn vel og við.
Mun setja myndir úr afmælinu og reyndar einnig frá 17. júní hátíðahöldunum inná myndasíðuna fljótlega.
Það er búið að vera heilmikið fjör um helgina en á laugardagskvöldið héldum við Lárus afskaplega síðbúna afmælisveislu í tilefni af fertugsafmæli mínu sem var í desember síðastliðnum. Það er ekki hægt að neita því að gaman er að prófa hvernig er að eiga afmæli að sumri þegar maður hefur hingað til boðið gestum jólaglögg, eplaskífur og piparkökur á afmælisdaginn í svartasta skammdeginu. Var löngu búin að ákveða að hafa sumarsólstöðufagnað en eins og alþjóð veit ber 21. desember uppá vetrarsólstöður ! !
Það var gaman að geta boðið gestum til veislu í nýuppgerðum sal gamla hótelsins í Hveragerði og mál manna að vel hefði tekist til með endurbætur á þessu fallega húsi.
Systkini mín sáu um það að engum leiddist í veislunni og höfðu lagt heilmikla vinnu í hin ýmsu atriði, verst ef mannorð manns er farið veg allrar veraldar eftir þá útreið :-)
Hver lendir líka í svínslegum spurningaleik "Viltu verða fertug (nokkuð)" í afmælinu sínu?
Verð einnig að dást að vinkonum mínum úr MA sem sungu frumsamið lag við feykigóðar undirtektir, þessi hópur gæti gert út á söng í veislum, þær eru svo góðar í faginu. Verðum líka óstöðvandi hér eftir, því tvær helgar í röð hafa MA systur troðið upp. Geri aðrir betur :-)
Þetta var ógleymanlegt kvöld í góðra vina hópi og vona ég að gestir okkar hafi skemmt sér jafn vel og við.
Mun setja myndir úr afmælinu og reyndar einnig frá 17. júní hátíðahöldunum inná myndasíðuna fljótlega.
Comments:
Skrifa ummæli