29. júní 2005
Ný fyrirtæki opna, önnur stækka ...
Alltaf gaman þegar vel gengur hjá fyrirtækjum en í dag mættu fjölmargir til að fagna opnun skrifstofuhótels hér í Hveragerði sem rekið er í samvinnu Sunnan3 og Byrs. Um leið flutti Byr, sem er alhliða bókhalds-, skrifstofuþjónusta og fasteignasala, í nýuppgert húsnæði þar sem öll aðstaða er eins og best verður á kosið. Það eru þær Bryndís Sigurðardóttir og Soffía Theódórsdóttir sem eiga og reka Byr og hafa gert af miklum myndarskap frá stofnun. Nú þegar hafa ýmsir aðilar sýnt skrifstofuhótelinu áhuga og einn leigjandi er mættur á svæðið. Ég hef mikla trú á rekstri skrifstofuhótelanna sem rekin verða hér í Hveragerði, á Selfossi og í Þorlákshöfn. Á svæðinu býr mikill fjöldi fólks sem vinnur á höfuðborgarsvæðinu en mun án vafa vilja nýta sér þá aðstöðu sem skrifstofuhótelin bjóða uppá og sleppa um leið við aksturinn yfir Heiðina ! !
--------------------
Í dag opnaði ný fiskbúð, Humarbúðin, í Verslunarmiðstöðinni við Sunnumörk. Örtröð var á þessum fyrsta degi og greinilegt að bæjarbúar kunnu vel að meta þessa nýbreytni í verslunarflórunni. Gaman að það skuli vera Þorlákshafnarbúarnir í Portland sem reka verslunina og því eðlilegt að humar í hinni fjölbreytilegustu mynd sé stolt nýju fiskbúðarinnar.
Það er ástæða til að gleðjast yfir þessum nýju vinnustöðum sem eru frábær viðbót við atvinnu og verslun í Hveragerði.
Alltaf gaman þegar vel gengur hjá fyrirtækjum en í dag mættu fjölmargir til að fagna opnun skrifstofuhótels hér í Hveragerði sem rekið er í samvinnu Sunnan3 og Byrs. Um leið flutti Byr, sem er alhliða bókhalds-, skrifstofuþjónusta og fasteignasala, í nýuppgert húsnæði þar sem öll aðstaða er eins og best verður á kosið. Það eru þær Bryndís Sigurðardóttir og Soffía Theódórsdóttir sem eiga og reka Byr og hafa gert af miklum myndarskap frá stofnun. Nú þegar hafa ýmsir aðilar sýnt skrifstofuhótelinu áhuga og einn leigjandi er mættur á svæðið. Ég hef mikla trú á rekstri skrifstofuhótelanna sem rekin verða hér í Hveragerði, á Selfossi og í Þorlákshöfn. Á svæðinu býr mikill fjöldi fólks sem vinnur á höfuðborgarsvæðinu en mun án vafa vilja nýta sér þá aðstöðu sem skrifstofuhótelin bjóða uppá og sleppa um leið við aksturinn yfir Heiðina ! !
--------------------
Í dag opnaði ný fiskbúð, Humarbúðin, í Verslunarmiðstöðinni við Sunnumörk. Örtröð var á þessum fyrsta degi og greinilegt að bæjarbúar kunnu vel að meta þessa nýbreytni í verslunarflórunni. Gaman að það skuli vera Þorlákshafnarbúarnir í Portland sem reka verslunina og því eðlilegt að humar í hinni fjölbreytilegustu mynd sé stolt nýju fiskbúðarinnar.
Það er ástæða til að gleðjast yfir þessum nýju vinnustöðum sem eru frábær viðbót við atvinnu og verslun í Hveragerði.
Comments:
Skrifa ummæli