6. júní 2005
Krakkar á öllum aldri í vinnu !
Starfsemi skólagarðanna hófst í morgun. Það var nú ekki sérlega fýsilegt fyrir litla fólkið að fara að pjakka í beðunum í grenjandi rigningunni enda voru þau send snemma heim rennblaut og hrakin. Skólagarðarnir eru staðsettir rétt við hlið sundlaugarinnar á mjög skemmtilegum og skjólgóðum stað umluktum trjám. Um 40 krakkar eru skráðir í skólagarðana, þeim er skipt í tvo hópa sem hvor um sig mætir í 2 tíma á dag.
----------------
Unglingavinnan, eða vinnuskólinn sem er heldur virðulegra heiti, er líka að hefja störf þessa dagana. Þar hafa heldur færri ungmenni en vanalega skráð sig til vinnu. Er það bagalegt því þetta er hópurinn sem á að sjá til þess að bærinn sé snyrtilegur og okkur til sóma í sumar. Ég hef áður skrifað um vinnufyrirkomulag vinnuskólans en þar hefur vinnutími krakkanna verið styttur frá því sem áður var þó að styttingin hafi ekki orðið eins mikil og til stóð fyrir tilstilli minnihlutans.
---------------------
Atvinnurekendur tala um það að greinilega sé mikið framboð á sumarvinnu fyrir ungmenni því ekki er eins mikið sótt í stöður og oft áður og vandi að fá þessi sem eldri eru í vinnu. Ég sé það reyndar á þeim sem í kringum mig eru að framboðið á alls kyns ævintýrum er líka orðið meira en oft áður. Sumir eru í sjálfboðavinnu á Indlandi, aðrir í sumarskóla í Frakklandi, sumarvinna á fjöllum fyrir austan heillar, nú eða þá hótelstörf í öðrum bæjarfélögum og enn aðrir ílendast við tjaldsvæðasvörslu á Héraði :-)
!! --------------------------
Nýr hlunkur, Munka hlunkur, var framleiddur í dag, himnasending fyrir þá sem eru hrifnir af lakkrís !
Sumarfólkið okkar er nú mætt vel flest til vinnu. Við erum svo heppin að yfirleitt vilja þau koma aftur sumar eftir sumar sem er ótrúlega gott því þá erum við að fá vant fólk til sumarstarfa sem eru forréttindi hvers vinnustaðar.
------------------- !!
Starfsemi skólagarðanna hófst í morgun. Það var nú ekki sérlega fýsilegt fyrir litla fólkið að fara að pjakka í beðunum í grenjandi rigningunni enda voru þau send snemma heim rennblaut og hrakin. Skólagarðarnir eru staðsettir rétt við hlið sundlaugarinnar á mjög skemmtilegum og skjólgóðum stað umluktum trjám. Um 40 krakkar eru skráðir í skólagarðana, þeim er skipt í tvo hópa sem hvor um sig mætir í 2 tíma á dag.
----------------
Unglingavinnan, eða vinnuskólinn sem er heldur virðulegra heiti, er líka að hefja störf þessa dagana. Þar hafa heldur færri ungmenni en vanalega skráð sig til vinnu. Er það bagalegt því þetta er hópurinn sem á að sjá til þess að bærinn sé snyrtilegur og okkur til sóma í sumar. Ég hef áður skrifað um vinnufyrirkomulag vinnuskólans en þar hefur vinnutími krakkanna verið styttur frá því sem áður var þó að styttingin hafi ekki orðið eins mikil og til stóð fyrir tilstilli minnihlutans.
---------------------
Atvinnurekendur tala um það að greinilega sé mikið framboð á sumarvinnu fyrir ungmenni því ekki er eins mikið sótt í stöður og oft áður og vandi að fá þessi sem eldri eru í vinnu. Ég sé það reyndar á þeim sem í kringum mig eru að framboðið á alls kyns ævintýrum er líka orðið meira en oft áður. Sumir eru í sjálfboðavinnu á Indlandi, aðrir í sumarskóla í Frakklandi, sumarvinna á fjöllum fyrir austan heillar, nú eða þá hótelstörf í öðrum bæjarfélögum og enn aðrir ílendast við tjaldsvæðasvörslu á Héraði :-)
!! --------------------------
Nýr hlunkur, Munka hlunkur, var framleiddur í dag, himnasending fyrir þá sem eru hrifnir af lakkrís !
Sumarfólkið okkar er nú mætt vel flest til vinnu. Við erum svo heppin að yfirleitt vilja þau koma aftur sumar eftir sumar sem er ótrúlega gott því þá erum við að fá vant fólk til sumarstarfa sem eru forréttindi hvers vinnustaðar.
------------------- !!
Comments:
Skrifa ummæli