28. júní 2005
Góðar fréttir gleðja ! !
Sum mál eru þess eðlis að þau snerta réttlætiskennd allra sem um þau heyra.
Þannig er með mál Mukhtar Mai í Pakistan sem brotið var á með grimmilegum og ómanneskjulegum hætti af þeim sem valdið hafa í hennar byggðarlagi. Ég hef eins og flestir aðrir fylgst með í fjarska og fylltist gleði og bjartsýni fyrir hönd kynsystra í fjarlægu landi þegar ég heyrði í fréttum í dag að þrautsegja þessarar ótrúlegu baráttukonu hefði borið árangur og hún unnið hlutasigur í hæstarétti lands síns í dag.
Það er ekki oft sem heimsbyggðin verður vitni að jafn staðföstum vilja einstaklings og því brýtur mál sem þetta blað. Nú mun verða fylgst með því hvort hæstiréttur í Pakistan muni nota tækifærið og sýna að vilji til að verja stöðu kvenna í landinu sé í raun til staðar.
Því miður verða of margir að þola og búa við óréttlæti. Við sem búum í einu frjálsasta ríki heims getum ekki leyft okkur að sitja hjá heldur eigum að styðja öll þau málefni sem lúta að betri heimi og réttlátara umhverfi fyrir alla. Um leið verðum við og eigum að virða og vernda þann fjölbreytileika sem felst í hinum mismunandi menningarheimum.
Lesið um Mukhtar Mai og þar með sannfærist maður um að hver einstaklingur getur og á að skipta máli.
-------------------------------
Það var ánægjulegt að sjá hversu góð útkoma Sjálfstæðisflokksins hér í Suðurkjördæmi var í síðustu skoðanakönnun Gallup. Mikil fylgisaukning virðist vera í uppsiglingu og ljóst að fundaherferð vorsins hefur bæði vakið athygli og mælst vel fyrir. Nú er mikilvægt að halda dampi og ná þannig góðri útkomu í sveitarstjórnarkosningum í vor.
--------------------
Sum mál eru þess eðlis að þau snerta réttlætiskennd allra sem um þau heyra.
Þannig er með mál Mukhtar Mai í Pakistan sem brotið var á með grimmilegum og ómanneskjulegum hætti af þeim sem valdið hafa í hennar byggðarlagi. Ég hef eins og flestir aðrir fylgst með í fjarska og fylltist gleði og bjartsýni fyrir hönd kynsystra í fjarlægu landi þegar ég heyrði í fréttum í dag að þrautsegja þessarar ótrúlegu baráttukonu hefði borið árangur og hún unnið hlutasigur í hæstarétti lands síns í dag.
Það er ekki oft sem heimsbyggðin verður vitni að jafn staðföstum vilja einstaklings og því brýtur mál sem þetta blað. Nú mun verða fylgst með því hvort hæstiréttur í Pakistan muni nota tækifærið og sýna að vilji til að verja stöðu kvenna í landinu sé í raun til staðar.
Því miður verða of margir að þola og búa við óréttlæti. Við sem búum í einu frjálsasta ríki heims getum ekki leyft okkur að sitja hjá heldur eigum að styðja öll þau málefni sem lúta að betri heimi og réttlátara umhverfi fyrir alla. Um leið verðum við og eigum að virða og vernda þann fjölbreytileika sem felst í hinum mismunandi menningarheimum.
Lesið um Mukhtar Mai og þar með sannfærist maður um að hver einstaklingur getur og á að skipta máli.
-------------------------------
Það var ánægjulegt að sjá hversu góð útkoma Sjálfstæðisflokksins hér í Suðurkjördæmi var í síðustu skoðanakönnun Gallup. Mikil fylgisaukning virðist vera í uppsiglingu og ljóst að fundaherferð vorsins hefur bæði vakið athygli og mælst vel fyrir. Nú er mikilvægt að halda dampi og ná þannig góðri útkomu í sveitarstjórnarkosningum í vor.
--------------------
Comments:
Skrifa ummæli