26. júní 2005
Á fimmtudaginn var ég viðstödd undirritun fjögurra ára þríhliða samnings milli Fjölbrautaskóla Suðurlands, Sveitarfélagsins Árborgar og fyrirtækisins Sideline Sports um Körfuknattleiksakademíu FSu. Gert er ráð fyrir að 16 afrekspiltar í körfubolta stundi nám á hinum ýmsu námsbrautum skólans en fái jafnframt þjálfun við hæfi í körfuknattleik. Vonast er til að með þessu séu skapaðar allra bestu aðstæður fyrir hæfileikaríka og metnaðarfulla körfuknattleiksmenn til að ná hámarksárangri í íþróttinni án þess að það bitni á náminu. Ári síðar eða haustið 2006 er stefnt að sams konar tilboði til afreksstúlkna í körfu. Að lokinni undirritun sýndu þeir Einar Njálsson, bæjarstjóri Árborgar, og Brynjar Karl frá Sideline þvílíka snilldartakta í körfu að þeir rötuðu í sjónvarpsfréttir.
--------------------------------
Árvisst ástand er að skapast í Kjörís þegar tæplega hefst undan að framleiða. Nú var unnið allan laugardaginn og veitti ekki af. Við Valdimar mættum með strákana til að leysa af í mat og kaffi og var það ekki leiðinlegt. Förum alls ekki nógu oft í salinn og því erum við ekki eins handfljót og þeir sem vanari eru. Þóttumst orðin þolanleg undir lokin en aðrir höfðu af tilburðunum hina mestu skemmtun!
---------------------------
Slepptum Borgarnesmóti í knattspyrnu þetta árið. Höfum annars farið 7 eða 8 sumur í röð. Um helgina varð að slá utan af bílskúrsökklinum og hafði það forgang. Veðurspáin var nú heldur ekki hvetjandi, rok og rigning. Þannig að fjölskyldan var alsæl heima við. Horfði á "Lord of the rings I" með Bjarna, en hann er ákafur aðdáandi Tolkiens. Hafði ekki hingað til gefið mér tíma til að horfa á þessi ósköp (nær því 4 tímar í "special edition"). En nú verð ég að horfa á hinar tvær fljótlega, ekki hægt að hætta í miðju kafi. Bjarna hefndist fyrir, því Grundarsystur lánuðu mér fyrir löngu "Keeping up appearances" sem eru frábærir breskir þættir. Notuðum við tímann um helgina til að rifja upp kynnin við Hyacinth Bucket og hennar fólk. Hef sjaldan séð eins fyndna karaktera í sjónvarpi, Onslow og Violet eru auðvitað þjóðsagnapersónur á mínu heimili, eins og margir vita.
Þeir eru bara snillingar, Bretarnir ! !
Þið ráðið hvort þið trúið því en það eru til heimasíður helgaðar þessum frábæru þáttum! !
Meira að segja stórþjóðin þarna hinu megin við sundið elskar Hyacinth :-)
---------------------------
Í dag sunnudag rofaði til veðurfarslega hér fyrir sunnan og gripum við tækifærið og eyddum deginum í Grímsnesinu. Gengum á Hestfjall en þaðan er frábært útsýni yfir Suðurlandsundirlendið. Fórum að ráðum Ara Trausta og hans góðu göngubókar og gengum frá Vatnsnesi. Varð þetta því góð 3 tíma ganga.
Komum við á Sólheimum á leiðinni heim, skoðuðum þar sýningar sem settar hafa verið upp í tilefni af 75 ára afmæli staðarins. Heimsókn til Sólheima er alltaf skemmtileg, margt að skoða og staðurinn bæði snyrtilegur og fallegur.
--------------------
Mér skilst að einmuna veðurblíða hafi glatt Austfirðinga um helgina, skógardagar voru haldnir í Hallormsstaðaskógi og er frábært að vita til þess að "Sunnlendingar á þessum slóðum" skuli fá að upplifa skóginn og Austurland allt skarta sínu fegursta.
--------------------------------
Árvisst ástand er að skapast í Kjörís þegar tæplega hefst undan að framleiða. Nú var unnið allan laugardaginn og veitti ekki af. Við Valdimar mættum með strákana til að leysa af í mat og kaffi og var það ekki leiðinlegt. Förum alls ekki nógu oft í salinn og því erum við ekki eins handfljót og þeir sem vanari eru. Þóttumst orðin þolanleg undir lokin en aðrir höfðu af tilburðunum hina mestu skemmtun!
---------------------------
Slepptum Borgarnesmóti í knattspyrnu þetta árið. Höfum annars farið 7 eða 8 sumur í röð. Um helgina varð að slá utan af bílskúrsökklinum og hafði það forgang. Veðurspáin var nú heldur ekki hvetjandi, rok og rigning. Þannig að fjölskyldan var alsæl heima við. Horfði á "Lord of the rings I" með Bjarna, en hann er ákafur aðdáandi Tolkiens. Hafði ekki hingað til gefið mér tíma til að horfa á þessi ósköp (nær því 4 tímar í "special edition"). En nú verð ég að horfa á hinar tvær fljótlega, ekki hægt að hætta í miðju kafi. Bjarna hefndist fyrir, því Grundarsystur lánuðu mér fyrir löngu "Keeping up appearances" sem eru frábærir breskir þættir. Notuðum við tímann um helgina til að rifja upp kynnin við Hyacinth Bucket og hennar fólk. Hef sjaldan séð eins fyndna karaktera í sjónvarpi, Onslow og Violet eru auðvitað þjóðsagnapersónur á mínu heimili, eins og margir vita.
Þeir eru bara snillingar, Bretarnir ! !
Þið ráðið hvort þið trúið því en það eru til heimasíður helgaðar þessum frábæru þáttum! !
Meira að segja stórþjóðin þarna hinu megin við sundið elskar Hyacinth :-)
---------------------------
Í dag sunnudag rofaði til veðurfarslega hér fyrir sunnan og gripum við tækifærið og eyddum deginum í Grímsnesinu. Gengum á Hestfjall en þaðan er frábært útsýni yfir Suðurlandsundirlendið. Fórum að ráðum Ara Trausta og hans góðu göngubókar og gengum frá Vatnsnesi. Varð þetta því góð 3 tíma ganga.
Komum við á Sólheimum á leiðinni heim, skoðuðum þar sýningar sem settar hafa verið upp í tilefni af 75 ára afmæli staðarins. Heimsókn til Sólheima er alltaf skemmtileg, margt að skoða og staðurinn bæði snyrtilegur og fallegur.
--------------------
Mér skilst að einmuna veðurblíða hafi glatt Austfirðinga um helgina, skógardagar voru haldnir í Hallormsstaðaskógi og er frábært að vita til þess að "Sunnlendingar á þessum slóðum" skuli fá að upplifa skóginn og Austurland allt skarta sínu fegursta.
Comments:
Skrifa ummæli