1. júní 2005
Afmæli og uppsagnir ! !
Það er frábært að vera 9 ára.
Afmælisveisla unga mannsins var vel heppnuð og lífleg eins og vera ber þegar rétt tæplega 20 krakkar mæta á svæðið. Fékk góða hugmynd að láni frá Guðrúnu systur og sendi alla gestina í þremur hópum um bæinn í ratleik. Það er mikill munur þegar hægt er að hafa barnaafmælin utandyra en í dag var glaðasólskin og um 15 stiga hiti, þannig að enginn fékk að vera inni ! ! !
---------------------------
Það var ömurlegt að heyra fréttirnar í dag af uppsögnum á Bíldudal og fyrirhuguðum uppsögnum hjá Skinnaiðnaði. Vekur upp áleitnar spurningar um samfélagslega ábyrgð atvinnurekenda og þau viðmið sem viðtekin eru í atvinnurekstri í dag. Það er svo óskaplega auðvelt að reikna allt í krónum og aurum en gleyma því að meginvirði hvers fyrirtækis liggur í mannauðnum, í starfsmönnunum! Atvinnurekendur mega ekki og geta ekki litið á sig sem eyland, þeir hafa ábyrgð og það mikla gagnvart því fólki sem byggt hefur upp fyrirtækin í samvinnu við eigendur.
Það er frábært að vera 9 ára.
Afmælisveisla unga mannsins var vel heppnuð og lífleg eins og vera ber þegar rétt tæplega 20 krakkar mæta á svæðið. Fékk góða hugmynd að láni frá Guðrúnu systur og sendi alla gestina í þremur hópum um bæinn í ratleik. Það er mikill munur þegar hægt er að hafa barnaafmælin utandyra en í dag var glaðasólskin og um 15 stiga hiti, þannig að enginn fékk að vera inni ! ! !
---------------------------
Það var ömurlegt að heyra fréttirnar í dag af uppsögnum á Bíldudal og fyrirhuguðum uppsögnum hjá Skinnaiðnaði. Vekur upp áleitnar spurningar um samfélagslega ábyrgð atvinnurekenda og þau viðmið sem viðtekin eru í atvinnurekstri í dag. Það er svo óskaplega auðvelt að reikna allt í krónum og aurum en gleyma því að meginvirði hvers fyrirtækis liggur í mannauðnum, í starfsmönnunum! Atvinnurekendur mega ekki og geta ekki litið á sig sem eyland, þeir hafa ábyrgð og það mikla gagnvart því fólki sem byggt hefur upp fyrirtækin í samvinnu við eigendur.
Comments:
Skrifa ummæli