21. júní 2005
Af nágrönnum...
Kíki stundum á bráðskemmtilega pistla sr. Baldurs Kristjánssonar í Þorlákshöfn.
Hann hefur skoðanir á flestu og er óhræddur við að láta þær í ljós. Sá að hann var að skrifa um upplifun sína hér í Hveragerði á 17. júní og ákvað að deila þessu með ykkur. Hef þá trú að hann hafi verið með skynsamlegar pælingar í kirkjunni en reyndar er það rétt hjá honum að fáir mættu, ég tók góða veðrið framyfir guðsorðið þennan dag en einhverjir dugnaðarforkar úr stórfjölskyldunni skunduðu í messu beint úr morgunmatnum í grunnskólanum.
"Ég þarf að flytja einhvers konar Þjóðhátíðarprédikun 17. júní í Hveragerðiskirkju. Þetta þarf helst að vera einhver skynsamleg pæling því að þó að fáir mæti þarna upp í Hveragerði og láti sér slétt sama um það hvað presturinn segi þá má maður til þó ekki sé nema vegna eigin sjálfsvirðingar að reyna að segja eitthvað af viti.
Ég var látinn flytja þjóðhátíðarræðu "í túninu heima" á Höfn nokkrum sinnum, yfirleitt í kulda og trekki. Svo saung karlakórinn Jökull og krakkar fóru í leiki og keyptu blöðrur og ís.
Ég setti mig í ákaflega hefðbundnar stellingar, las brot úr ljóðum þjóðskálda og lagði út af. Þetta var eins og að tipla á góðum steinum yfir á. Ritningarstaðirnir í Biblíu þjóðrækninnar sátu vel, öruggir, margreyndir, orðin falleg, hljómmikil og vel rímuð..."
Vel þess virði að fylgjast með sr. Baldri...
Kíki stundum á bráðskemmtilega pistla sr. Baldurs Kristjánssonar í Þorlákshöfn.
Hann hefur skoðanir á flestu og er óhræddur við að láta þær í ljós. Sá að hann var að skrifa um upplifun sína hér í Hveragerði á 17. júní og ákvað að deila þessu með ykkur. Hef þá trú að hann hafi verið með skynsamlegar pælingar í kirkjunni en reyndar er það rétt hjá honum að fáir mættu, ég tók góða veðrið framyfir guðsorðið þennan dag en einhverjir dugnaðarforkar úr stórfjölskyldunni skunduðu í messu beint úr morgunmatnum í grunnskólanum.
"Ég þarf að flytja einhvers konar Þjóðhátíðarprédikun 17. júní í Hveragerðiskirkju. Þetta þarf helst að vera einhver skynsamleg pæling því að þó að fáir mæti þarna upp í Hveragerði og láti sér slétt sama um það hvað presturinn segi þá má maður til þó ekki sé nema vegna eigin sjálfsvirðingar að reyna að segja eitthvað af viti.
Ég var látinn flytja þjóðhátíðarræðu "í túninu heima" á Höfn nokkrum sinnum, yfirleitt í kulda og trekki. Svo saung karlakórinn Jökull og krakkar fóru í leiki og keyptu blöðrur og ís.
Ég setti mig í ákaflega hefðbundnar stellingar, las brot úr ljóðum þjóðskálda og lagði út af. Þetta var eins og að tipla á góðum steinum yfir á. Ritningarstaðirnir í Biblíu þjóðrækninnar sátu vel, öruggir, margreyndir, orðin falleg, hljómmikil og vel rímuð..."
Vel þess virði að fylgjast með sr. Baldri...
Comments:
Skrifa ummæli