5. maí 2005
Samfylkingin, Lions og ferming
Á mánudaginn var haldinn framhaldsaðalfundur Samfylkingarinnar hér í bæ. Sem þykir auðvitað í frásögur færandi. Ekki hefur verið haldinn fundur í félaginu lengi og ekki lagðir fram ársreikningar í nokkur ár. Síðan þegar loksins á að halda aðalfund eru reikningarnir ekki áritaðir. Ekki gott afspurnar í félagi sem stjórnar heilu bæjarfélagi, því var ákveðið að fresta fundi. Það kom sjálfsagt engum á óvart að félögum þætti þetta ekki nógu gott og ákveðið var að reyna að breyta um yfirstjórn í félaginu. Sitjandi formaður "Kiddi Rótari" hafði ekki hug á því að láta af störfum enda hefur hann verið prímus mótor í félaginu síðan hann tók við og meðal annars staðið fyrir umfangsmikilli blaðaútgáfu. Hann mætti því tvíefldur á framhaldsaðalfundinn og hafði betur í slagnum við Ármann Ægi sem bauð sig fram á móti honum. Það er greinilegt að það er tekist á á vinstri vængnum og ljóst að ekki eru allir á eitt sáttir í þeim herbúðum.
-------------------------------------------------
Lionsballið víðfræga var haldið á Hótel Örk í gærkvöldi. Fulltrúar tíu fyrirtækja stigu þar á stokk og fluttu lög frá hippatímanum með tilheyrandi útbúnaði. Vel var vandað til dagskrár enda hefur þessi skemmtum fyrir löngu fest sig í sessi sem ein sú skemmtilegasta sem hér er haldin. Fyrir ágóðann í ár verða keypt hjartastuðtæki fyrir sundlaugina og íþróttahúsið. Hafið kæra þökk fyrir framtakið Lionsmenn.
-------------------------------------------------
Jón Hjalti, bóndasonur í Gýgjarhólskoti, var fermdur í Haukadalskirkju í dag.
Kirkjan er mjög falleg, en ansi lítil, og hentar því afar vel þegar einungis er verið að ferma einn dreng. Veisluhöld fóru fram á nýkeypta sumarsetrinu hennar Gunnu. Hentaði svona líka glimrandi vel fyrir veislu. Það verður virkilega gaman að sjá hvort það henti jafn vel fyrir "réttarsúpuna" sem búið er að bjóða til í haust ! !
Á mánudaginn var haldinn framhaldsaðalfundur Samfylkingarinnar hér í bæ. Sem þykir auðvitað í frásögur færandi. Ekki hefur verið haldinn fundur í félaginu lengi og ekki lagðir fram ársreikningar í nokkur ár. Síðan þegar loksins á að halda aðalfund eru reikningarnir ekki áritaðir. Ekki gott afspurnar í félagi sem stjórnar heilu bæjarfélagi, því var ákveðið að fresta fundi. Það kom sjálfsagt engum á óvart að félögum þætti þetta ekki nógu gott og ákveðið var að reyna að breyta um yfirstjórn í félaginu. Sitjandi formaður "Kiddi Rótari" hafði ekki hug á því að láta af störfum enda hefur hann verið prímus mótor í félaginu síðan hann tók við og meðal annars staðið fyrir umfangsmikilli blaðaútgáfu. Hann mætti því tvíefldur á framhaldsaðalfundinn og hafði betur í slagnum við Ármann Ægi sem bauð sig fram á móti honum. Það er greinilegt að það er tekist á á vinstri vængnum og ljóst að ekki eru allir á eitt sáttir í þeim herbúðum.
-------------------------------------------------
Lionsballið víðfræga var haldið á Hótel Örk í gærkvöldi. Fulltrúar tíu fyrirtækja stigu þar á stokk og fluttu lög frá hippatímanum með tilheyrandi útbúnaði. Vel var vandað til dagskrár enda hefur þessi skemmtum fyrir löngu fest sig í sessi sem ein sú skemmtilegasta sem hér er haldin. Fyrir ágóðann í ár verða keypt hjartastuðtæki fyrir sundlaugina og íþróttahúsið. Hafið kæra þökk fyrir framtakið Lionsmenn.
-------------------------------------------------
Jón Hjalti, bóndasonur í Gýgjarhólskoti, var fermdur í Haukadalskirkju í dag.
Kirkjan er mjög falleg, en ansi lítil, og hentar því afar vel þegar einungis er verið að ferma einn dreng. Veisluhöld fóru fram á nýkeypta sumarsetrinu hennar Gunnu. Hentaði svona líka glimrandi vel fyrir veislu. Það verður virkilega gaman að sjá hvort það henti jafn vel fyrir "réttarsúpuna" sem búið er að bjóða til í haust ! !
Comments:
Skrifa ummæli