9. maí 2005
Þrátt fyrir pestina fór ég á skólanefndarfund Grunnskólans í dag. Nokkur stór mál lágu fyrir fundinum og fór skólanefnd vel yfir forsendur sem þar voru lagðar fram. Nefndin ræddi ennfremur bætt samskipti heimila og skóla, nauðsyn þess að endurvekja námsefniskynningar á haustin til að treysta samskipti þessara aðila, útivistartíma unglinga hér í bæ, málefni félagsmiðstöðvarinnar og fleira.
Nýverið kom upp alvarlegt mál varðandi fíkniefna notkun ungmenna og er afar brýnt að á slíku sé tekið samstundis. Lögreglan á svæðinu hefur ávallt brugðist vel við öllum ábendingum sem hún hefur fengið og svo var einnig nú. Úrræði lögreglunnar eru aftur á móti ekki mörg. Brotamenn teknir til yfirheyrslu en látnir lausir um leið því "málið telst að fullu upplýst". Litlar líkur eru aftur á móti á því að þeir láti af fyrri iðju.
Hlutverk okkar foreldra er stórt okkur ber að virða lögboðinn útivistartíma barna og unglinga. Við sem búum hér í nágrenni stór Reykjavíkursvæðisins verðum áþreifanlega vör við ásókn hingað um helgar og á kvöldin.
Með því að virða útivistartíma forðum við börnum okkar frá því að lenda í aðstæðum sem þau ráða ekki við !!
-------------------------------------
Nýverið kom upp alvarlegt mál varðandi fíkniefna notkun ungmenna og er afar brýnt að á slíku sé tekið samstundis. Lögreglan á svæðinu hefur ávallt brugðist vel við öllum ábendingum sem hún hefur fengið og svo var einnig nú. Úrræði lögreglunnar eru aftur á móti ekki mörg. Brotamenn teknir til yfirheyrslu en látnir lausir um leið því "málið telst að fullu upplýst". Litlar líkur eru aftur á móti á því að þeir láti af fyrri iðju.
Hlutverk okkar foreldra er stórt okkur ber að virða lögboðinn útivistartíma barna og unglinga. Við sem búum hér í nágrenni stór Reykjavíkursvæðisins verðum áþreifanlega vör við ásókn hingað um helgar og á kvöldin.
Með því að virða útivistartíma forðum við börnum okkar frá því að lenda í aðstæðum sem þau ráða ekki við !!
-------------------------------------
Comments:
Skrifa ummæli