17. maí 2005
Mikið vill meira.
Suma daga er meira að gera í fundahöldum en aðra og einhvern veginn finnst mér alltaf koma gríðarleg törn á vorin þegar öll félög og nefndir ætla að reka endahnútinn á vetrarstarfið með trukki.
Í dag var fundur í skólanefnd grunnskólans í Hveragerði. Það er ekki venjan að funda svona ört í nefndinni en vegna stórra mála á síðasta fundi varð að skipta fundinum og var fundurinn í dag því helgaður leikskólunum. Fjallað var um inntökureglur leikskólanna, dvalarsamning og skólanámskrár leikskólanna lagðar fram. Það er full ástæða til að hvetja foreldra og forráðamenn til að kynna sér námskrárnar en þær er hægt að nálgast hér: Undraland og Óskaland. Nokkur umræða varð um það hvort loka bæri leikskólunum á aðfangadag og gamlársdag. Niðurstaða nefndarinnar varð sú að vísa því máli til bæjarstjórnar til ákvörðunar. Ég tel aftur á móti að á meðan þessir dagar eru almennir vinnudagar til hádegis þá geti leikskólarnir ekki annað en haft opið fyrir þau börn sem á þjónustunni þurfa að halda. Einhliða ákvörðun einstaka bæjarstjórna í þessa veru hlýtur líka að hafa áhrif á kjaraviðræður leikskólakennara og ætti því fremur heima á borði launanefndar sveitarfélaga heldur en hjá sveitarstjórnarmönnum vítt og breitt um landið.
Skrapp austur á Hellu í kvöld á fyrsta fund í fundaröð þingmanna, varaþingmanna og sveitarstjórnarmanna í Suðurkjördæmi. Fundaherferðin ber heitið "Stillum saman strengi" sem lýsir því ágætlega sem þar fer fram. Fundurinn var mjög góður, líflegur og skemmtilegur, enda settur upp með þeim hætti að allir tóku virkan þátt í umræðunum. Þingmenn kjördæmisins fóru vel yfir það sem áunnist hefur og er ljóst að framkvæmdir hér í Suðurkjördæmi hafa verið miklar undanfarin ár. En mikið vill meira og sú uppbygging og fólksfjölgun sem hér á sér stað kallar á enn frekari framkvæmdir á mörgum sviðum en þó sérstaklega samgöngumála og heilbrigðismála.
Það er hugur í Sjálfstæðismönnum og fundir sem þessir efla baráttuþrekið enn frekar.
Annað kvöld er fundur á Selfossi og verður gaman að sjá hvort sömu málefni verða efst á baugi þar.
Suma daga er meira að gera í fundahöldum en aðra og einhvern veginn finnst mér alltaf koma gríðarleg törn á vorin þegar öll félög og nefndir ætla að reka endahnútinn á vetrarstarfið með trukki.
Í dag var fundur í skólanefnd grunnskólans í Hveragerði. Það er ekki venjan að funda svona ört í nefndinni en vegna stórra mála á síðasta fundi varð að skipta fundinum og var fundurinn í dag því helgaður leikskólunum. Fjallað var um inntökureglur leikskólanna, dvalarsamning og skólanámskrár leikskólanna lagðar fram. Það er full ástæða til að hvetja foreldra og forráðamenn til að kynna sér námskrárnar en þær er hægt að nálgast hér: Undraland og Óskaland. Nokkur umræða varð um það hvort loka bæri leikskólunum á aðfangadag og gamlársdag. Niðurstaða nefndarinnar varð sú að vísa því máli til bæjarstjórnar til ákvörðunar. Ég tel aftur á móti að á meðan þessir dagar eru almennir vinnudagar til hádegis þá geti leikskólarnir ekki annað en haft opið fyrir þau börn sem á þjónustunni þurfa að halda. Einhliða ákvörðun einstaka bæjarstjórna í þessa veru hlýtur líka að hafa áhrif á kjaraviðræður leikskólakennara og ætti því fremur heima á borði launanefndar sveitarfélaga heldur en hjá sveitarstjórnarmönnum vítt og breitt um landið.
Skrapp austur á Hellu í kvöld á fyrsta fund í fundaröð þingmanna, varaþingmanna og sveitarstjórnarmanna í Suðurkjördæmi. Fundaherferðin ber heitið "Stillum saman strengi" sem lýsir því ágætlega sem þar fer fram. Fundurinn var mjög góður, líflegur og skemmtilegur, enda settur upp með þeim hætti að allir tóku virkan þátt í umræðunum. Þingmenn kjördæmisins fóru vel yfir það sem áunnist hefur og er ljóst að framkvæmdir hér í Suðurkjördæmi hafa verið miklar undanfarin ár. En mikið vill meira og sú uppbygging og fólksfjölgun sem hér á sér stað kallar á enn frekari framkvæmdir á mörgum sviðum en þó sérstaklega samgöngumála og heilbrigðismála.
Það er hugur í Sjálfstæðismönnum og fundir sem þessir efla baráttuþrekið enn frekar.
Annað kvöld er fundur á Selfossi og verður gaman að sjá hvort sömu málefni verða efst á baugi þar.
Comments:
Skrifa ummæli