6. maí 2005
Líffæragjöf
Lítið innslag í kvöldfréttum Stöðvar 2 vakti athygli mína í kvöld. Þar var fjallað um rannsókn sem gerð hefur verið á líffæragjöf hér á landi. Það sem sló mig við umfjöllunina var hversu mjög það hefur færst í vöxt að aðstandendur neiti að líffæri séu gefin úr látnum ættingja. Að fenginni reynslu veit ég að það er erfitt að ákveða slíkt þegar og ef til kastanna kemur. Skilgreining á heiladauða er fjarlæg okkur og því auðvelt að finnast ástvinur sinn enn á lífi þegar spurningin er borin upp. Tillitsleysi læknanna getur því virkað með ólíkindum.
Ég hef alla tíð haft þá skoðun að umræðan um heiladauða hafi verið alltof lítil þegar sú skilgreining var tekin upp hér á landi.
Eins og svo oft hefur gerst sýndi þjóðin lítil sem engin viðbrögð við breytingunni.
"Langflestir deyja þegar hjarta þeirra hættir að slá því að þá hættir heilinn að starfa eftir nokkrar mínútur. Liggi manneskja í öndunarvél á gjörgæsludeild kemur fyrir að heilastarfsemin hætti þótt hjartað slái enn og dæli blóði um líkamann. Þetta er kallað heiladauði og má staðfesta hann óyggjandi með rannsóknum og lýsa manneskjuna látna. Þegar svo er komið er unnt að fjarlægja starfhæf líffæri til ígræðslu áður en slökkt er á öndunarvél."
Við eigum að hlífa ættingjum okkar við ákvörðunum sem þessum. Þetta ákveðum við sjálf, tökum afstöðu til líffæragjafar og komum þar með í veg fyrir að nánustu ættingjar þurfi að velkjast í vafa um vilja okkar á sorgarstundum sem þessum. Landlæknisembættið hefur gefið út bækling um efnið og er gagnlegt að kynna sér hann.
Lítið innslag í kvöldfréttum Stöðvar 2 vakti athygli mína í kvöld. Þar var fjallað um rannsókn sem gerð hefur verið á líffæragjöf hér á landi. Það sem sló mig við umfjöllunina var hversu mjög það hefur færst í vöxt að aðstandendur neiti að líffæri séu gefin úr látnum ættingja. Að fenginni reynslu veit ég að það er erfitt að ákveða slíkt þegar og ef til kastanna kemur. Skilgreining á heiladauða er fjarlæg okkur og því auðvelt að finnast ástvinur sinn enn á lífi þegar spurningin er borin upp. Tillitsleysi læknanna getur því virkað með ólíkindum.
Ég hef alla tíð haft þá skoðun að umræðan um heiladauða hafi verið alltof lítil þegar sú skilgreining var tekin upp hér á landi.
Eins og svo oft hefur gerst sýndi þjóðin lítil sem engin viðbrögð við breytingunni.
"Langflestir deyja þegar hjarta þeirra hættir að slá því að þá hættir heilinn að starfa eftir nokkrar mínútur. Liggi manneskja í öndunarvél á gjörgæsludeild kemur fyrir að heilastarfsemin hætti þótt hjartað slái enn og dæli blóði um líkamann. Þetta er kallað heiladauði og má staðfesta hann óyggjandi með rannsóknum og lýsa manneskjuna látna. Þegar svo er komið er unnt að fjarlægja starfhæf líffæri til ígræðslu áður en slökkt er á öndunarvél."
Við eigum að hlífa ættingjum okkar við ákvörðunum sem þessum. Þetta ákveðum við sjálf, tökum afstöðu til líffæragjafar og komum þar með í veg fyrir að nánustu ættingjar þurfi að velkjast í vafa um vilja okkar á sorgarstundum sem þessum. Landlæknisembættið hefur gefið út bækling um efnið og er gagnlegt að kynna sér hann.
Comments:
Skrifa ummæli