3. maí 2005
Hvar er sumarið?
Nú er spurning hvort full snemma hafi verið fagnað sumri í gær. Í morgun var föl yfir öllu og ansi kuldalegt um að litast, svo mjög að ég sneri við í dyrunum á leið í morgungönguna og skipti á íþróttaskónum fyrir gönguskóna. Hafði reyndar lítið uppúr því annað en hælsæri. Þrátt fyrir nýlærðar varúðarráðstafanir!
Ég hef gengið meðfram Reykjafjallinu undanfarið en sú gönguleið er með þeim skemmtilegri sem hægt er að finna, hæfilega löng og hólar og hæðir við allra hæfi. Þarna hefur Garðyrkjuskólinn gróðursett myndarlega í gegnum tíðina og eru trén orðin margra metra há. Skjólið sem trén mynda er ótrúlegt en þrátt fyrir það er nauðsynlegt að grisja. Á nokkrum stöðum eru trén farin að taka völdin með full afgerandi hætti. Eins og til dæmis í Stórkonugili þar sem maður sér varla gilið fyrir afar stórvöxnu elri. Það er að mínu mati mjög mikilvægt að skógrækt taki mið af umhverfinu og verði ekki til þess að náttúruperlur hverfi sjónum.
Hér í Hveragerði er afar auðvelt að rækta og njótum við forréttinda að því leiti. Við segjum oft að ef plantan þrífst ekki hér þá þrífst hún ekki á landinu.
Skógræktarfélag Hvergerðinga hefur starfað um árabil og staðið fyrir mikilli trjárækt bæði fyrir sunnan Hamarinn og nú hin síðari ár fyrir norðan hann einnig.
Göngustígar hafa verið lagðir um skóginn og er þar nú bæði fjölsótt og skemmtilegt útivistarsvæði. Er mikilvægt að hafa þessa sérstöðu bæjarins til hliðsjónar nú þegar vinna við nýtt aðalskipulag er í fullum gangi. Nýverið hittist bæjarstjórn ásamt skipulags- og bygginganefnd tvo laugardaga í röð og fór yfir markmið og væntingar til framtíðarþróunar byggðar í Hvergerði. Þetta var mjög skemmtileg vinna og skoðanir fólks sköruðust þvers og kruss á allar flokkslínur. Í skipulagsmálum sýnist sitt hverjum en fyrst og fremst eru allir að vinna eftir sinni sannfæringu. En það sem einum finnst rétt finnst öðrum rangt, þannig er það nú bara. Verður gaman að fylgjast með því í hvaða átt skipulagið þróast nú þegar lokasprettur aðalskipulagsvinnunnar hefst.
Gert er ráð fyrir að nýtt aðalskipulag taki gildi í upphafi árs 2006.
Vinnufundur bæjarstjórnar og skipulags- og bygginganefndar í apríl 2004.
Nú er spurning hvort full snemma hafi verið fagnað sumri í gær. Í morgun var föl yfir öllu og ansi kuldalegt um að litast, svo mjög að ég sneri við í dyrunum á leið í morgungönguna og skipti á íþróttaskónum fyrir gönguskóna. Hafði reyndar lítið uppúr því annað en hælsæri. Þrátt fyrir nýlærðar varúðarráðstafanir!
Ég hef gengið meðfram Reykjafjallinu undanfarið en sú gönguleið er með þeim skemmtilegri sem hægt er að finna, hæfilega löng og hólar og hæðir við allra hæfi. Þarna hefur Garðyrkjuskólinn gróðursett myndarlega í gegnum tíðina og eru trén orðin margra metra há. Skjólið sem trén mynda er ótrúlegt en þrátt fyrir það er nauðsynlegt að grisja. Á nokkrum stöðum eru trén farin að taka völdin með full afgerandi hætti. Eins og til dæmis í Stórkonugili þar sem maður sér varla gilið fyrir afar stórvöxnu elri. Það er að mínu mati mjög mikilvægt að skógrækt taki mið af umhverfinu og verði ekki til þess að náttúruperlur hverfi sjónum.
Hér í Hveragerði er afar auðvelt að rækta og njótum við forréttinda að því leiti. Við segjum oft að ef plantan þrífst ekki hér þá þrífst hún ekki á landinu.
Skógræktarfélag Hvergerðinga hefur starfað um árabil og staðið fyrir mikilli trjárækt bæði fyrir sunnan Hamarinn og nú hin síðari ár fyrir norðan hann einnig.
Göngustígar hafa verið lagðir um skóginn og er þar nú bæði fjölsótt og skemmtilegt útivistarsvæði. Er mikilvægt að hafa þessa sérstöðu bæjarins til hliðsjónar nú þegar vinna við nýtt aðalskipulag er í fullum gangi. Nýverið hittist bæjarstjórn ásamt skipulags- og bygginganefnd tvo laugardaga í röð og fór yfir markmið og væntingar til framtíðarþróunar byggðar í Hvergerði. Þetta var mjög skemmtileg vinna og skoðanir fólks sköruðust þvers og kruss á allar flokkslínur. Í skipulagsmálum sýnist sitt hverjum en fyrst og fremst eru allir að vinna eftir sinni sannfæringu. En það sem einum finnst rétt finnst öðrum rangt, þannig er það nú bara. Verður gaman að fylgjast með því í hvaða átt skipulagið þróast nú þegar lokasprettur aðalskipulagsvinnunnar hefst.
Gert er ráð fyrir að nýtt aðalskipulag taki gildi í upphafi árs 2006.
Vinnufundur bæjarstjórnar og skipulags- og bygginganefndar í apríl 2004.
Comments:
Skrifa ummæli