28. maí 2005
Hellisheiði
Fylltist öfund þegar ég keyrði til Reykjanesbæjar í dag. Nýja tvöfalda Reykjanesbrautin er ekkert minna en bylting. Það finnur maður best þegar fyrst er keyrt yfir Hellisheiðina á degi eins og í dag.
Umferðin þar var engu lík, bíll við bíl á leið út úr borginni og ekki viðlit að komast framúr. Lestin í bæinn mjakaðist áfram á 70 því fremst fóru einhverjir í huggulegri skoðunarferð sem hægðu á sér í tíma og ótíma. Það er með ólíkindum að ekki skuli verða fleiri slys á Hellisheiðinni miðað við umferðina sem þarna er orðin. Af því að mér blöskraði umferðin um Heiðina þá kíkti ég á vef Vegagerðarinnar og sá að um Sandskeið hafa farið 10.378 bílar í dag, þar af fóru rúmlega 1500 um Þrengsli. Um Reykjanesbrautina hafa farið 8615 bílar. Þetta sýnir enn og aftur hversu mjög umferðin um Hellisheiði hefur aukist á síðustu árum. Nú er unnið að vegbótum á Hellisheiði og vegurinn verður breikkaður í 2+1 á löngum köflum. Mesta umbyltingin verður samt tilkoma nýrra mislægra Þrengslavegamóta sem leysa af hólmi stórhættulega gatnamót. Þó að við gleðjumst yfir þeim áföngum sem nú er unnið að þá getum við samt ekki annað en undrast það hvers vegna skrefið er ekki stigið til fulls. Við óttumst það Sunnlendingar að tvöföldun vegarins yfir Hellisheiði verði seint að veruleika miðað við þær áætlanir sem nú eru uppi.
Verð líka að taka undir með Guðjóni frænda mínum sem ritaði góða grein í Morgunblaðið um samgöngumál á Hellisheiði þar sem hann krafðist þess að akreinarnar(2+1)yrðu aðskildar með vírleiðara því aðeins þannig væri hægt að tryggja öryggi á vegum sem hannaðir eru með þessum hætti.
Ágæt mæting var á fundinn í Keflavík sem haldinn var í hádeginu. Að honum loknum rölti ég aðeins um aðalgötuna í góða veðrinu en miðbær Keflavíkur hefur tekið miklum breytingum undanfarið.
Var miklu fljótari heim enda engir dratthalar á ferðinni austur í það skiptið.
Alltof stór garðurinn sá síðan til þess að engu öðru en garðvinnu var sinnt í dag ! !
Fylltist öfund þegar ég keyrði til Reykjanesbæjar í dag. Nýja tvöfalda Reykjanesbrautin er ekkert minna en bylting. Það finnur maður best þegar fyrst er keyrt yfir Hellisheiðina á degi eins og í dag.
Umferðin þar var engu lík, bíll við bíl á leið út úr borginni og ekki viðlit að komast framúr. Lestin í bæinn mjakaðist áfram á 70 því fremst fóru einhverjir í huggulegri skoðunarferð sem hægðu á sér í tíma og ótíma. Það er með ólíkindum að ekki skuli verða fleiri slys á Hellisheiðinni miðað við umferðina sem þarna er orðin. Af því að mér blöskraði umferðin um Heiðina þá kíkti ég á vef Vegagerðarinnar og sá að um Sandskeið hafa farið 10.378 bílar í dag, þar af fóru rúmlega 1500 um Þrengsli. Um Reykjanesbrautina hafa farið 8615 bílar. Þetta sýnir enn og aftur hversu mjög umferðin um Hellisheiði hefur aukist á síðustu árum. Nú er unnið að vegbótum á Hellisheiði og vegurinn verður breikkaður í 2+1 á löngum köflum. Mesta umbyltingin verður samt tilkoma nýrra mislægra Þrengslavegamóta sem leysa af hólmi stórhættulega gatnamót. Þó að við gleðjumst yfir þeim áföngum sem nú er unnið að þá getum við samt ekki annað en undrast það hvers vegna skrefið er ekki stigið til fulls. Við óttumst það Sunnlendingar að tvöföldun vegarins yfir Hellisheiði verði seint að veruleika miðað við þær áætlanir sem nú eru uppi.
Verð líka að taka undir með Guðjóni frænda mínum sem ritaði góða grein í Morgunblaðið um samgöngumál á Hellisheiði þar sem hann krafðist þess að akreinarnar(2+1)yrðu aðskildar með vírleiðara því aðeins þannig væri hægt að tryggja öryggi á vegum sem hannaðir eru með þessum hætti.
Ágæt mæting var á fundinn í Keflavík sem haldinn var í hádeginu. Að honum loknum rölti ég aðeins um aðalgötuna í góða veðrinu en miðbær Keflavíkur hefur tekið miklum breytingum undanfarið.
Var miklu fljótari heim enda engir dratthalar á ferðinni austur í það skiptið.
Alltof stór garðurinn sá síðan til þess að engu öðru en garðvinnu var sinnt í dag ! !
Comments:
Skrifa ummæli