<$BlogRSDUrl$>

12. maí 2005

Bæjarstjórn, ís ársins og ITC

Bæjarstjórnarfundur var stórtíðindalaus að þessu sinni. Lítil umræða varð um ársreikninginn enda er það ekki venjan við fyrri umræðu. Endurskoðendur bæjarins þeir Ólafur Kristinsson og Ólafur Gestsson, mættu báðir á fundinn og fóru yfir reikninginn. Samkvæmt lögum þarf tvær umræður um ársreikning og nú verður farið betur yfir forsendur og niðurstöður. Bókanir og frekari umræður fara síðan fram við seinni umræðu í júní. Minnihlutinn mun funda með endurskoðendum milli umræðna og fá frekari útskýringar á nokkrum liðum.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að hefja vinnu við stefnumótun á sviði fræðslu- og uppeldismála. Skólanefnd verður leiðandi í stefnumótunarvinnunni en að henni koma allir þeir sem láta sig málaflokkinn varða t.d. foreldrar, foreldraráð, starfsmenn og nemendur skólanna. Ég lagði á það ríka áherslu að við þessa vinnu yrði sérstaða Hveragerðisbæjar látin njóta sín og skólastefnan myndi endurspegla það samfélag sem hér er og við viljum sjá hér til framtíðar.
Eitthvað fóru bókanir mínar frá bæjarráðsfundinum síðasta fyrir brjóstið á forseta bæjarstjórnar, alla vega fannst honum ástæða til að leggja fram sérstaka bókun þar sem hann "hvatti bæjarfulltrúa til að gæta hófs í orðavali við bókanir sínar í nefndum og ráðum bæjarfélagsins. Á það ekki síst við þegar fjallað er um störf bæjarstarfsmanna sem leggja sig fram við að vinna þau samviskusamlega."
Okkur Sjálfstæðismönnum fannst full ástæða til að bóka í tilefni af þessum orðum forseta.
"Við fögnum góðum ábendingum forseta um leið og við bendum á að bókun varðandi umhverfi og hirðingu bæjarfélagsins síðastliðið sumar var ætlað að hvetja meirihlutann til dáða á þessu sviði en var ekki beint gegn einstökum starfsmönnum. Meirihlutinn hefur væntanlega rétt eins og við fengið fjölmargar ábendingar í þessa veru frá bæjarbúum undanfarið ár."
Það er oft hálf skondið hversu illa núverandi meirihluti tekur gagnrýni, kannski er það rétt sem sagt er að "sannleikanum verður hver sárreiðastur."

Magnús Ágústsson, hinn ágæti bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, fékk í dag leyfi frá störfum í bæjarstjórn til 1. nóvember. Vonandi hressist hann fljótt og mætir galvaskur til starfa í haust. Við sæti hans í bæjarstjórn tekur Sigríður Kristjánsdóttir en Þorsteinn Hjartarson tekur sæti Magnúsar í bæjarráði.
----------------
Fréttamolar frá Kjörís

Ótrúlegt hversu vel salan fer í gang þetta vorið. Ýmsar tegundir eru uppseldar og er sérlega gaman að sjá hversu vel Ís ársins 2005 er að seljast. Það er greinilegt að hann fellur fólki vel í geð enda er eins gott að njóta hans nú, því nýr ís ársins lítur dagsins ljós á haustmánuðum en sölu verður hætt á 2005 útgáfunni um áramót.
----------------
Samstarfskona mín, Anna Kristín Kjartansdóttir, var nú nýverið kosin landsforseti ITC. Til hamingju!
Hvet ég alla til að kynna sér starfsemi þessara frábæru samtaka. Í nokkur ár var hér í Hveragerði starfandi deild innan ITC og var starfið þar með því skemmtilegra sem ég hef tekið þátt í.
Anna Kristín mun án alls efa efla starf samtakanna á komandi ári enda með eindæmum dugleg kona.
---------------------------
Nú verður nokkurra daga frí frá bloggi, því ég og strákarnir ætlum austur á land á morgun. Við ætlum á kíkja á sýninguna hjá nemendunum á Hallormsstað, heimsækja Sigurbjörgu á Eskifjörð og auðvitað hitta austfirska ættbálkinn allan. Mamma er líka með í för en við erum búnar að leigja okkur bústað á Einarsstöðum þannig að góður hluti Hreiðursættarinnar verður fyrir austan um helgina.
Óþreyjufullir aðdáendur bloggsíðunnar fá frekari fréttir ásamt myndum á mánudag.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet