16. maí 2005
Austurland um Hvítasunnu
Komin heim eftir skemmtilega ferð austur á land.
Valgerður og Orri sáu til þess að vel fór um sunnlenska hópinn í glæsilegu sumarhúsi í eigu Skógræktarfélags Austurlands í Eyjólfsstaðaskógi. Þar var umhverfið eins fallegt og hægt er að hugsa sér. Greniskógur myndaði ramma um húsið en að framanverðu var útsýni til Snæfells og bæjarlækur í hlaðvarpanum. Ekki hægt að hafa það betra! Veðrið þennan fyrsta dag spillti ekki fyrir, heitur andvari að sunnan og sólskin. Skógurinn er afar fallegur á þessu svæði, margar merktar gönguleiðir og búið er að auðkenna trjátegundir. Það er greinilegt að þarna eru meiri snjóþyngsli en við Sunnlendingar eigum að venjast og sér þess víða merki í skóginum.
Á laugardeginum komu Valgerður, Sóley og Fjóla með börnin og fórum við öll til Hallormsstaða þar sem sýning nemenda á skólanum stóð yfir.
Laufey Sif sló öll met í fjölda aðstandenda :-)
Það er gaman að skoða þetta aldna skólahús þar sem andi fortíðar svífur yfir vötnum. Ekki síður var gaman að sjá afrakstur annarinnar hjá nemendum. Ótrúlega margt fallegt sem þau hafa búið til þarna á ekki lengri tíma. Flott að þetta síðasta vígi kvenna er löngu fallið, en þarna eru oft strákar við nám og á þessari önn tveir. Sú hússtjórnarskóla gengna ætlar sér reyndar ekki heim í bráð, því hún er búin að ráða sig til Skógræktar ríkisins á Hallormsstað og ætlar að sinna umhverfi og gestum staðarins í sumar.
Á sunnudeginum brá okkur í brún þegar litið var út en þykkt snjólag lá yfir öllu, afskaplega fallegt en ekki eitthvað sem við áttum von á!
Skoðuðum Egilsstaði en þar á sér nú stað gríðarleg uppbygging. Heilu hverfin spretta upp eins og gorkúlur og greinilegt á öllu að mikill hugur er í Héraðsbúum. Renndum síðan yfir til Reyðarfjarðar þar sem framkvæmdir við fyrirhugað álver slá öllu við. Þar er nú búið að opna verslunarmiðstöðina Molann, sem gerir það að verkum að íbúar í Fjarðarbyggð hafa mun minna að sækja annað en áður var. Þar sem við keyrðum fyrir Hólmanesið var ekki annað hægt en að dáðst að dugnaði Sigurbjargar og Sóleyjar sem gengu á Hólmatind í fyrrasumar. Ótrúlega öflugar þessar tvær!
Það er alltaf notalegt að koma á Eskifjörð, en eftir því sem Sigurbjörg býr þarna lengur verður staðurinn kunnuglegri okkur hinum. Þarna er nú verið að byggja sundlaug með öllu tilheyrandi í dalbotninum og rétt fyrir innan rís byggð einbýlishúsa. Sóley og Villi eru hefja þar framkvæmdir við einbýlishús sem án vafa verður risið næst þegar leið mín liggur til Eskifjarðar. Í þetta skipti létum við verða af því að fara í Helgustaðanámuna en þar var silfurberg unnið fram á tuttugustu öld. Göngin eru mjög lág þannig að það er ekki fyrir hávaxna að skríða þarna inn en göngin víkka þegar innar er komið og hægt að ganga upprétt á köflum.
Virkilega gaman að skoða þennan sérstaka stað.
Ekki hægt að yfirgefa Fjarðarbyggð nema skoða Neskaupsstað þannig að þangað lá leiðin næst. Vegurinn yfir Oddsskarð er hlykkjóttur og hækkunin mikil og það verður ekki af því skafið að staðurinn er afskekktur þó stór og búsældarlegur sé. Þarna skoðuðum við snjóflóðavarnirnar sem eru gríðarleg mannvirki og ekki skrýtið þó þetta sé eitt aðal aðdráttarafl ferðamanna á staðnum. Manni finnst óskiljanleg sú tilhugusun að svo mikill snjór geti fallið að mannvirki af þessari stærðargráðu þurfi til að stöðva hann. Merkilegt samt að í fjarska virka snjóflóðavarnirnar alls ekki stórar það er ekki fyrr en komið er að þeim sem maður uppgötvar hversu tröllaukið þetta er.
Í dag fórum við meðal annars á skemmtilega sýningu í nýja fjölnotahúsinu í Fellabæ en þar sýnir nú Norðmaður nokkur myndir af daglegu lífi samafjölskyldu í Finnmörku.
Fallegar myndir af lífi hreindýrabænda í umhverfi sem er afar ólíkt okkar. Signý Ormarsdóttir sýndi líka fatnað úr hreindýraskinni sem sýnir manni vel hversu mikið má nýta af afurðum hreindýrsins.
Það er ómetanlegt að eiga góða að og við vorum rækilega minnt á það um helgina hversu heppin við erum að því leyti. Hafið kæra þökk fyrir frábærar móttökur Sigurbjörg, Valgerður og Orri, Sóley og Villi, Fjóla og Viðar og litlu stýrin öll.
Skoðið nýjar myndir að austan á myndasíðunni!
-------------------
Nú tekur við annasöm vika með miklum fundahöldum en þingmenn, varaþingmenn og sveitarstjórnarmenn Sjálfstæðisflokksins halda nú fundi vítt og breitt um Suðurkjördæmi, hitta flokksmenn, skiptast á skoðunum og heyra viðhorf heimamanna. Annað kvöld er fundur á Hellu, miðvikudag verður fundur í Árborg og svo koll af kolli.
Komin heim eftir skemmtilega ferð austur á land.
Valgerður og Orri sáu til þess að vel fór um sunnlenska hópinn í glæsilegu sumarhúsi í eigu Skógræktarfélags Austurlands í Eyjólfsstaðaskógi. Þar var umhverfið eins fallegt og hægt er að hugsa sér. Greniskógur myndaði ramma um húsið en að framanverðu var útsýni til Snæfells og bæjarlækur í hlaðvarpanum. Ekki hægt að hafa það betra! Veðrið þennan fyrsta dag spillti ekki fyrir, heitur andvari að sunnan og sólskin. Skógurinn er afar fallegur á þessu svæði, margar merktar gönguleiðir og búið er að auðkenna trjátegundir. Það er greinilegt að þarna eru meiri snjóþyngsli en við Sunnlendingar eigum að venjast og sér þess víða merki í skóginum.
Á laugardeginum komu Valgerður, Sóley og Fjóla með börnin og fórum við öll til Hallormsstaða þar sem sýning nemenda á skólanum stóð yfir.
Laufey Sif sló öll met í fjölda aðstandenda :-)
Það er gaman að skoða þetta aldna skólahús þar sem andi fortíðar svífur yfir vötnum. Ekki síður var gaman að sjá afrakstur annarinnar hjá nemendum. Ótrúlega margt fallegt sem þau hafa búið til þarna á ekki lengri tíma. Flott að þetta síðasta vígi kvenna er löngu fallið, en þarna eru oft strákar við nám og á þessari önn tveir. Sú hússtjórnarskóla gengna ætlar sér reyndar ekki heim í bráð, því hún er búin að ráða sig til Skógræktar ríkisins á Hallormsstað og ætlar að sinna umhverfi og gestum staðarins í sumar.
Á sunnudeginum brá okkur í brún þegar litið var út en þykkt snjólag lá yfir öllu, afskaplega fallegt en ekki eitthvað sem við áttum von á!
Skoðuðum Egilsstaði en þar á sér nú stað gríðarleg uppbygging. Heilu hverfin spretta upp eins og gorkúlur og greinilegt á öllu að mikill hugur er í Héraðsbúum. Renndum síðan yfir til Reyðarfjarðar þar sem framkvæmdir við fyrirhugað álver slá öllu við. Þar er nú búið að opna verslunarmiðstöðina Molann, sem gerir það að verkum að íbúar í Fjarðarbyggð hafa mun minna að sækja annað en áður var. Þar sem við keyrðum fyrir Hólmanesið var ekki annað hægt en að dáðst að dugnaði Sigurbjargar og Sóleyjar sem gengu á Hólmatind í fyrrasumar. Ótrúlega öflugar þessar tvær!
Það er alltaf notalegt að koma á Eskifjörð, en eftir því sem Sigurbjörg býr þarna lengur verður staðurinn kunnuglegri okkur hinum. Þarna er nú verið að byggja sundlaug með öllu tilheyrandi í dalbotninum og rétt fyrir innan rís byggð einbýlishúsa. Sóley og Villi eru hefja þar framkvæmdir við einbýlishús sem án vafa verður risið næst þegar leið mín liggur til Eskifjarðar. Í þetta skipti létum við verða af því að fara í Helgustaðanámuna en þar var silfurberg unnið fram á tuttugustu öld. Göngin eru mjög lág þannig að það er ekki fyrir hávaxna að skríða þarna inn en göngin víkka þegar innar er komið og hægt að ganga upprétt á köflum.
Virkilega gaman að skoða þennan sérstaka stað.
Ekki hægt að yfirgefa Fjarðarbyggð nema skoða Neskaupsstað þannig að þangað lá leiðin næst. Vegurinn yfir Oddsskarð er hlykkjóttur og hækkunin mikil og það verður ekki af því skafið að staðurinn er afskekktur þó stór og búsældarlegur sé. Þarna skoðuðum við snjóflóðavarnirnar sem eru gríðarleg mannvirki og ekki skrýtið þó þetta sé eitt aðal aðdráttarafl ferðamanna á staðnum. Manni finnst óskiljanleg sú tilhugusun að svo mikill snjór geti fallið að mannvirki af þessari stærðargráðu þurfi til að stöðva hann. Merkilegt samt að í fjarska virka snjóflóðavarnirnar alls ekki stórar það er ekki fyrr en komið er að þeim sem maður uppgötvar hversu tröllaukið þetta er.
Í dag fórum við meðal annars á skemmtilega sýningu í nýja fjölnotahúsinu í Fellabæ en þar sýnir nú Norðmaður nokkur myndir af daglegu lífi samafjölskyldu í Finnmörku.
Fallegar myndir af lífi hreindýrabænda í umhverfi sem er afar ólíkt okkar. Signý Ormarsdóttir sýndi líka fatnað úr hreindýraskinni sem sýnir manni vel hversu mikið má nýta af afurðum hreindýrsins.
Það er ómetanlegt að eiga góða að og við vorum rækilega minnt á það um helgina hversu heppin við erum að því leyti. Hafið kæra þökk fyrir frábærar móttökur Sigurbjörg, Valgerður og Orri, Sóley og Villi, Fjóla og Viðar og litlu stýrin öll.
Skoðið nýjar myndir að austan á myndasíðunni!
-------------------
Nú tekur við annasöm vika með miklum fundahöldum en þingmenn, varaþingmenn og sveitarstjórnarmenn Sjálfstæðisflokksins halda nú fundi vítt og breitt um Suðurkjördæmi, hitta flokksmenn, skiptast á skoðunum og heyra viðhorf heimamanna. Annað kvöld er fundur á Hellu, miðvikudag verður fundur í Árborg og svo koll af kolli.
Comments:
Skrifa ummæli