27. apríl 2005
Vortónleikar Söngsveitar Hveragerðis
Í gær fórum við mamma á vortónleika Söngsveitar Hveragerðis. Húsfyllir var í kirkjunni og mikil stemning. Sigfús Pétursson, einn Álftagerðisbræðra, söng einsöng og fór á kostum eins og við var að búast. Einnig kom fram sönghópurinn Breiðagerðisbræður sem samanstendur af 8 frændum/bræðrum sem syngja saman mest sér til skemmtunar. Þeir vorum mjög líflegir og skemmtilegir og efast ég ekki um að héðan í frá komast þeir ekki upp með að syngja bara í stofunni í Breiðagerðinu!
Söngsveitin með Margréti Stefánsdóttur, stjórnanda, í fararbroddi var þó í aðalhlutverkinu í kvöld og var greinilegt á viðtökum áheyrenda að kórinn er góður og lögin grípandi. Þau verða verðugir fulltrúar okkar Hvergerðinga í Kanada í sumar.
Einu verð ég að bæta við og það er að Breiðagerðisbræður sungu í kvöld lagið Ljósbrá eftir Eirík Bjarnason, frá Bóli. Hann bjó lengst af hér í Hveragerði og rak bæði Hótel og Nýja Ferðabíóið þó blindur væri. Þetta lag er svo gott að við, Hvergerðingar, ættum að nota það mun meira en gert er í dag. Við eigum auðvitað að gera Ljósbrá að okkar þjóðsöng svona eins og Undir bláhimni virkar fyrir Skagfirðinga!
Enduðum í afmæliskvöldkaffi - Til hamingju með daginn Svava!
Í gær fórum við mamma á vortónleika Söngsveitar Hveragerðis. Húsfyllir var í kirkjunni og mikil stemning. Sigfús Pétursson, einn Álftagerðisbræðra, söng einsöng og fór á kostum eins og við var að búast. Einnig kom fram sönghópurinn Breiðagerðisbræður sem samanstendur af 8 frændum/bræðrum sem syngja saman mest sér til skemmtunar. Þeir vorum mjög líflegir og skemmtilegir og efast ég ekki um að héðan í frá komast þeir ekki upp með að syngja bara í stofunni í Breiðagerðinu!
Söngsveitin með Margréti Stefánsdóttur, stjórnanda, í fararbroddi var þó í aðalhlutverkinu í kvöld og var greinilegt á viðtökum áheyrenda að kórinn er góður og lögin grípandi. Þau verða verðugir fulltrúar okkar Hvergerðinga í Kanada í sumar.
Einu verð ég að bæta við og það er að Breiðagerðisbræður sungu í kvöld lagið Ljósbrá eftir Eirík Bjarnason, frá Bóli. Hann bjó lengst af hér í Hveragerði og rak bæði Hótel og Nýja Ferðabíóið þó blindur væri. Þetta lag er svo gott að við, Hvergerðingar, ættum að nota það mun meira en gert er í dag. Við eigum auðvitað að gera Ljósbrá að okkar þjóðsöng svona eins og Undir bláhimni virkar fyrir Skagfirðinga!
Enduðum í afmæliskvöldkaffi - Til hamingju með daginn Svava!
Comments:
Skrifa ummæli