<$BlogRSDUrl$>

26. apríl 2005

Sveitarstjórnarmenn í Brüssel

Kom heim síðastliðinn sunnudag eftir vikuferðalag til Brüssel og Düsseldorf.
Ferðin var skipulögð sem hópferð sveitarstjórnarmanna héðan frá Íslandi til að kynna sér málefni ESB og það hvernig sveitarfélög annarra landa haga þar hagsmunagæslu sinni.

Á sunnudegi var flogið til Amsterdam og síðan var farið í rútu til Brüssel þar sem formleg dagskrá hópsins hófst á mánudagsmorgni. Reyndar má segja að dagskráin hafi hafist strax á sunnudagskvöldinu en þá buðu Hermann Sæmundsson, fulltrúi í sendiráði Íslands í Brüssel, og eiginkona hans hópnum til samverustundar á heimili sínu.
Fyrsta heimsóknin á mánudagsmorgninum var í höfuðstöðvar EFTA þar sem við fengum kynningu á Evrópusambandinu og hlutverki helstu stofnana þess, framkvæmdastjórnarinnar, ráðherraráðsins og héraðanefndarinnar.
Einnig var farið yfir EES samninginn með okkur og hvaða þýðingu hann hefur fyrir íslenskt samfélag. Það var fróðlegt að heyra þá áherslu sem lögð er á hagsmunagæslu hvers konar og með ólíkindum sá mannafli sem leggur nótt sem nýtan dag við það að lesa öll þau ógrynni af lögum sem ESB setur árlega með það fyrir augum að hafa áhrif á lagasetninguna.

Í hádeginu var farið í heimsókn í sendiráð Íslands sem er í nýju og glæsilegu húsnæði. Þar tók sendiherrann Kjartan Jóhannsson á móti okkur og leiddi okkur um húsnæðið og kynnti okkur fyrir starfsfólki.

Eftir hádegi var farið yfir það hvernig sveitarfélög á hinum Norðurlöndunum gæta hagsmuna sinna í Brussel gagnvart tilskipunum, nýjum verkefnum, lagasetningum og öðru sem þarf að hafa áhrif á vegna sérstöðu þessara landa.
Frændur okkar á Norðurlöndunum telja nauðsynlegt að sveitarfélög séu með sérstakar skrifstofur í Brussel og hafa meira að segja einstök sveitarfélög séð hag sínum best borgið með sérstökum skrifstofum.

Um kvöldið var hópnum boðið til móttöku á heimili Kjartans Jóhannssonar sendiherra Íslands í Brussel og eiginkonu hans. Voru móttökur þar höfðinglegar og umgjörðin öll hin glæsilegasta.

Á þriðjudeginum kynntumst við starfsemi Evrópusamtaka sveitarfélaga (CEMR). Við heimsóttum framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, kynntumst Interreg áætluninni og því hvernig byggðastefnan mun líklega þróast næstu árin. Svo kíktum við í heimsókn til Héraðanefndarinnar (Committee of Regions). Þar var gríðarleg öryggisgæsla og greinilegt að engum óviðkomandi var ætlaður aðgangur þar.

Miðvikudagur var síðasti dagur heimsóknar sveitarstjórnarmanna til Brussel. Þá var farið yfir starfsemi EFTA. Fulltrúar norskra sveitarfélaga voru á hluta af fundunum með okkur í dag. Við fengum upplýsingar um hvernig ráðgjafanefndir EFTA vinna í samstarfi við Evrópuþingið, efnhags- og félagsmálanefnd ESB og hvernig Héraðanefndin starfar með sveitarfélagasamböndum innan EFTA.

Það sem stendur uppúr eftir ferð sem þessa er sú gríðarlega starfsemi sem fer fram í tengslum við ESB. Mannhafið sem vinnur þarna við lagasetningu og hagsmunagæslu er meira en maður gat nokkurn tíma ímyndað sér. Það er auðvitað ekki skrýtið þó spurt sé hvort þörf sé á þessum ósköpum öllum. Aftur á móti verður sú staðreynd áleitin að íslensk sveitarfélög hafa enga fulltrúa sem sinna hagsmunagæslu fyrir þau. Það hlýtur að vera nauðsynlegt að við sinnum þessum málum með betri hætti heldur en verið hefur. Hvort það skuli gert með staðsetningu fulltrúa í Brüssel eða með því að ráða aðila til þessara verka hér heima er aftur á móti umdeilanlegra. Það er dýrt að hafa starfsmenn búandi erlendis, við getum ekki horft framhjá þeirri staðreynd. Síðan er tæknin orðin með þeim hætti að jafngott getur verið að vera staðsettur heima á gamla Fróni og lesa lögin á tölvuskjánum og skreppa síðan til höfuðstöðvanna þegar mikið liggur við. Þá munu reyndar aðrir segja að við það fyrirkomulag tapist það sem mestu máli skiptir og það eru hin persónulegu samskipti sem greinilegt er að hafa gríðarlega mikið að segja í starfi sem þessu.

-----------------------------------------------

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet