30. apríl 2005
Sundmót Ármanns
Hér var farið á fætur fyrir allar aldir og stefnan tekin á sundmót Ármanns sem haldið var í nýju innilauginni í Laugardal. Það voru syfjaðir ungir menn sem tylltu sér í aftursætið um 7, en upphitun byrjaði klukkan 8. Þetta er í fyrsta skipti sem ég mæti á mót sem haldið er í þessari laug og er skemmst frá því að segja að ég var algjörlega heilluð af aðstöðunni. Þetta er ótrúlegur munur frá því sem áður var. Hingað til hefur maður annað hvort staðið dúðaður á bakka einhverrar útilaugarinnar eða hímt blaut uppað hnjám á ræmunni í Sundhöll Reykjavíkur. Í dag sátum við í glæsilegri stúku með gott útsýni yfir laugina. Brautirnar eru 10 sem gerir mótin miklu skemmtilegri og snaggaralegri. Úrslitin birtast síðan á stafrænni stigatöflu ásamt nöfnum keppenda. Sunddeild Hamars sendi 8 krakka á mótið, 3 stelpur og 5 stráka. Stóðu þau sig með mikilli prýði og bættu þau öll tíma sína.
Það er sérstaklega skemmtilegt að fylgjast með starfi sunddeildarinnar en hún tók til starfa síðastliðið haust eftir ansi langt hlé. Magnús Tryggvason er þjálfari liðsins og er hann að ná mjög góðum árangri með krakkana. Við erum eðli máls samkvæmt mjög ánægð með Magnús en hann hefur þjálfað okkar börn til fjölda ára, fyrst Laufeyju Sif og núna bæði Bjarna Rúnar og Albert Inga.
----------------------------------------------------
Lesið endilega nýjasta pistil "Þjóðhildar Halvorsen" !
Hér var farið á fætur fyrir allar aldir og stefnan tekin á sundmót Ármanns sem haldið var í nýju innilauginni í Laugardal. Það voru syfjaðir ungir menn sem tylltu sér í aftursætið um 7, en upphitun byrjaði klukkan 8. Þetta er í fyrsta skipti sem ég mæti á mót sem haldið er í þessari laug og er skemmst frá því að segja að ég var algjörlega heilluð af aðstöðunni. Þetta er ótrúlegur munur frá því sem áður var. Hingað til hefur maður annað hvort staðið dúðaður á bakka einhverrar útilaugarinnar eða hímt blaut uppað hnjám á ræmunni í Sundhöll Reykjavíkur. Í dag sátum við í glæsilegri stúku með gott útsýni yfir laugina. Brautirnar eru 10 sem gerir mótin miklu skemmtilegri og snaggaralegri. Úrslitin birtast síðan á stafrænni stigatöflu ásamt nöfnum keppenda. Sunddeild Hamars sendi 8 krakka á mótið, 3 stelpur og 5 stráka. Stóðu þau sig með mikilli prýði og bættu þau öll tíma sína.
Það er sérstaklega skemmtilegt að fylgjast með starfi sunddeildarinnar en hún tók til starfa síðastliðið haust eftir ansi langt hlé. Magnús Tryggvason er þjálfari liðsins og er hann að ná mjög góðum árangri með krakkana. Við erum eðli máls samkvæmt mjög ánægð með Magnús en hann hefur þjálfað okkar börn til fjölda ára, fyrst Laufeyju Sif og núna bæði Bjarna Rúnar og Albert Inga.
----------------------------------------------------
Lesið endilega nýjasta pistil "Þjóðhildar Halvorsen" !
Comments:
Skrifa ummæli