12. mars 2005
Ótrúlegt að enn skuli einhver nenna að athuga hvort ég hafi fengið andann yfir mig og skrifað á þessa síðu. Hverjir skyldu þessir örfáu aðdáendur annars vera? Hef vísvitandi ekki nothæfa gestabók því það er miklu skemmtilegra að ímynda sér hverjir eru að skoða síðuna heldur en að fá það staðfest að einungis nánustu ættingjar bíða eftir lífsmarki...
Annars er von til þess að oftar verði bloggað í framtíðinni, hef ekki haft nothæfa nettengingu heima við síðan í janúar en í kvöld mætti Ármann og lagaði allt dótið. Setti upp ADSL tenginu og þráðlaust net innanhúss. Væri snilldarlega frábært ef ég væri ekki löngu búin að eyðileggja batteríið í fartölvunni. Nú er hún ekki meiri fartölva en svo að þessi elska verður alltaf að vera í sambandi. EN nú komumst við Bjarni þó á netið, veit ekki alveg hvort okkar fagnaði meira.
Hér var hið fjörugusta Idol partý í kvöld, fylkingin skiptist nokkuð jafn en bæði ég og minn ágæti eiginmaður urðum heldur fúl þegar okkar kona varð að lúta í lægra haldi fyrir Hildi Völu. Erum reyndar á því að þær verði báðar stjörnur enda frábærar. Þjóðhildur Halvorssen mætti hingað beint úr fimmtugsafmælisveislu einni mikilli:
--- Til hamingju Garðar ---
Verð að benda ykkur á að lesa bloggið hennar Þjóðhildar (linkur til vinstri) þar má nú lesa alveg frábæra ferðasögu Norræna félagsins til Danmerkur.
Annars er von til þess að oftar verði bloggað í framtíðinni, hef ekki haft nothæfa nettengingu heima við síðan í janúar en í kvöld mætti Ármann og lagaði allt dótið. Setti upp ADSL tenginu og þráðlaust net innanhúss. Væri snilldarlega frábært ef ég væri ekki löngu búin að eyðileggja batteríið í fartölvunni. Nú er hún ekki meiri fartölva en svo að þessi elska verður alltaf að vera í sambandi. EN nú komumst við Bjarni þó á netið, veit ekki alveg hvort okkar fagnaði meira.
Hér var hið fjörugusta Idol partý í kvöld, fylkingin skiptist nokkuð jafn en bæði ég og minn ágæti eiginmaður urðum heldur fúl þegar okkar kona varð að lúta í lægra haldi fyrir Hildi Völu. Erum reyndar á því að þær verði báðar stjörnur enda frábærar. Þjóðhildur Halvorssen mætti hingað beint úr fimmtugsafmælisveislu einni mikilli:
--- Til hamingju Garðar ---
Verð að benda ykkur á að lesa bloggið hennar Þjóðhildar (linkur til vinstri) þar má nú lesa alveg frábæra ferðasögu Norræna félagsins til Danmerkur.
Comments:
Skrifa ummæli