14. mars 2005
"Northern Light Inn"
Í dag hittumst við stelpurnar í MA klúbbnum hjá Kristjönu í Bláa Lóninu.
Hún rekur þar af miklum myndarbrag glæsilegt hótel sem var gaman að skoða. Eyddum þar lunganum úr deginum við skraf, snæðing og skemmtilegheit eins og ávallt er þegar hópurinn hittist.
Við Adda ákváðum síðan að fara Krísuvíkurleiðina heim og kanna hversu fljótar við yrðum. Það viðraði líka einstaklega vel til bílferða þannig að ferðin var hin skemmtilegasta. Það var gaman að rifja það upp hversu falleg þessi leið er. Það eina sem spillti fyrir var vegurinn sem var, vægast sagt, herfilega slæmur. Meira segja frú Arnheiður sem er nú ýmsu vön úr Biskupstungunum varð að viðurkenna að þetta jaðraði við að vera ófært. Þrátt fyrir þessar ófærur og að hafa lúsast megnið af leiðinni vorum við einungis hálftíma lengur á leiðinni heldur en ef við hefðum farið gegnum Reykjavík. Fannst okkur það nokkuð gott og sannaði það að þegar Suðurstrandarvegur verður að veruleika þá verðum við mun fljótari í förum þó vegalengdin styttist kannski ekki mikið í kílómetrum talið.
Annars furðulegt hvernig allt dankast hér í vegakerfinu. Ekki er enn byrjað á Suðurstrandarveginum og Hellisheiðin er orðin þjóðinni til skammar. Finnst gleymast að hvorugur þessara vega er einkamál Sunnlendinga. Hefði haldið að íbúar höfuðborgarsvæðisins myndu líta á góða vegi út úr borginni sem forgangsatriði og nauðsyn eins og iðulega hefur sýnt sig bæði á "hátíðisdögum" semog óveðursdögum síðastliðinna ára.
----------------
Frábært reyndar að sjá að loksins eru að hefjast framkvæmdir við veginn yfir Svínahraun, það verður mikil munur. Nú hristum við breikkunina fram úr erminni líka ! ! !
Í dag hittumst við stelpurnar í MA klúbbnum hjá Kristjönu í Bláa Lóninu.
Hún rekur þar af miklum myndarbrag glæsilegt hótel sem var gaman að skoða. Eyddum þar lunganum úr deginum við skraf, snæðing og skemmtilegheit eins og ávallt er þegar hópurinn hittist.
Við Adda ákváðum síðan að fara Krísuvíkurleiðina heim og kanna hversu fljótar við yrðum. Það viðraði líka einstaklega vel til bílferða þannig að ferðin var hin skemmtilegasta. Það var gaman að rifja það upp hversu falleg þessi leið er. Það eina sem spillti fyrir var vegurinn sem var, vægast sagt, herfilega slæmur. Meira segja frú Arnheiður sem er nú ýmsu vön úr Biskupstungunum varð að viðurkenna að þetta jaðraði við að vera ófært. Þrátt fyrir þessar ófærur og að hafa lúsast megnið af leiðinni vorum við einungis hálftíma lengur á leiðinni heldur en ef við hefðum farið gegnum Reykjavík. Fannst okkur það nokkuð gott og sannaði það að þegar Suðurstrandarvegur verður að veruleika þá verðum við mun fljótari í förum þó vegalengdin styttist kannski ekki mikið í kílómetrum talið.
Annars furðulegt hvernig allt dankast hér í vegakerfinu. Ekki er enn byrjað á Suðurstrandarveginum og Hellisheiðin er orðin þjóðinni til skammar. Finnst gleymast að hvorugur þessara vega er einkamál Sunnlendinga. Hefði haldið að íbúar höfuðborgarsvæðisins myndu líta á góða vegi út úr borginni sem forgangsatriði og nauðsyn eins og iðulega hefur sýnt sig bæði á "hátíðisdögum" semog óveðursdögum síðastliðinna ára.
----------------
Frábært reyndar að sjá að loksins eru að hefjast framkvæmdir við veginn yfir Svínahraun, það verður mikil munur. Nú hristum við breikkunina fram úr erminni líka ! ! !
Comments:
Skrifa ummæli