17. janúar 2005
Dyggum lesendum þessarar bloggsíðu hefur án alls vafa fækkað mikið undanfarið ef þeir eru þá ekki alveg horfnir því óralangt er síðan síðast var bloggað á síðunni. Það þýðir þó ekki að undirrituð hafi lagst í dvala, nei síður en svo ætli framtaksleysið á ritvellinum beri ekki frekar merki um annir á öðrum sviðum.
Það sem helst hefur á dagana drifið er:
-að jól og áramót voru haldin með hefðbundnu sniði þrátt fyrir að brennan hafi verið færð yfir á nýársdagskvöld. Sem er annars miklu betri siður! Minna stress fyrir okkur sem förum alltaf í messu kl. 18 á gamlárskvöld.
-litli gaurinn á Iðjumörkinni dafnar vel og móðir hans líka.
-heimasætan er farin á hússtjórnarskóla fyrir austan, myndi líka betur ef Hafliði væri á sama stað...
-öllum lausum lóðum í bæjarfélaginu var úthlutað á einu bretti síðastliðinn fimmtudag. Fjör á þeim fundi.
-Meirihlutinn reyndist ekki hafa farið að lögum varðandi gerð leigusamnings í Sunnumörkinni. Meira um það síðar.
-Laufey var tilnefnd í kjörinu um íþróttamann Árborgar. Hjalti Rúnar vann og var vel að þeim titli kominn enda frábær íþróttamaður. Til hamingju strákur !
-Var að setja þráðlaust net í húsið og síðan er netið EKKI að virka.
Á ögurstundum sem þessum er Ármann ómissandi! ! !
Það sem helst hefur á dagana drifið er:
-að jól og áramót voru haldin með hefðbundnu sniði þrátt fyrir að brennan hafi verið færð yfir á nýársdagskvöld. Sem er annars miklu betri siður! Minna stress fyrir okkur sem förum alltaf í messu kl. 18 á gamlárskvöld.
-litli gaurinn á Iðjumörkinni dafnar vel og móðir hans líka.
-heimasætan er farin á hússtjórnarskóla fyrir austan, myndi líka betur ef Hafliði væri á sama stað...
-öllum lausum lóðum í bæjarfélaginu var úthlutað á einu bretti síðastliðinn fimmtudag. Fjör á þeim fundi.
-Meirihlutinn reyndist ekki hafa farið að lögum varðandi gerð leigusamnings í Sunnumörkinni. Meira um það síðar.
-Laufey var tilnefnd í kjörinu um íþróttamann Árborgar. Hjalti Rúnar vann og var vel að þeim titli kominn enda frábær íþróttamaður. Til hamingju strákur !
-Var að setja þráðlaust net í húsið og síðan er netið EKKI að virka.
Á ögurstundum sem þessum er Ármann ómissandi! ! !
Comments:
Skrifa ummæli