10. nóvember 2004
Fjármál flokkanna - Framsókn! ! !
Það sló mig í fréttum um daginn að Framsóknarmenn sáu ástæðu til að gefa út yfirlýsingu varðandi styrki fyrirtækja við flokkinn. Þar tilkynntu þeir hróðugir að hvorki þingmenn né ráðherrar hefðu hugmynd um það hverjir létu fé af hendi rakna. Síðan voru taldir upp hverjir hefðu vitneskju um styrkina og þá kom gullkornið; framkvæmastjóra flokksins er að sjálfsögðu kunnugt um fjárframlögin og væntanlega einhverjum af starfsmönnum skrifstofunnar. Hver er þá staðan núna þegar framkvæmdastjórinn er orðinn ráðherra og flestir starfsmenn skrifstofunnar þingmenn. Hafa þessi aðilar gleymt því hverjum voru sendir gíróseðlar fyrir styrkjum fyrir ári síðan. Átti þessi yfirlýsing framsóknarmanna að tryggja það að við héldum að þeir væru á engan hátt hlutdrægir gagnvart sínum styrktaraðilum?
Ef eitthvað er þá hnaut maður um undarlegheitin sem kristölluðust í þessari yfirlýsingu ! ! !
Það sló mig í fréttum um daginn að Framsóknarmenn sáu ástæðu til að gefa út yfirlýsingu varðandi styrki fyrirtækja við flokkinn. Þar tilkynntu þeir hróðugir að hvorki þingmenn né ráðherrar hefðu hugmynd um það hverjir létu fé af hendi rakna. Síðan voru taldir upp hverjir hefðu vitneskju um styrkina og þá kom gullkornið; framkvæmastjóra flokksins er að sjálfsögðu kunnugt um fjárframlögin og væntanlega einhverjum af starfsmönnum skrifstofunnar. Hver er þá staðan núna þegar framkvæmdastjórinn er orðinn ráðherra og flestir starfsmenn skrifstofunnar þingmenn. Hafa þessi aðilar gleymt því hverjum voru sendir gíróseðlar fyrir styrkjum fyrir ári síðan. Átti þessi yfirlýsing framsóknarmanna að tryggja það að við héldum að þeir væru á engan hátt hlutdrægir gagnvart sínum styrktaraðilum?
Ef eitthvað er þá hnaut maður um undarlegheitin sem kristölluðust í þessari yfirlýsingu ! ! !
Comments:
Skrifa ummæli