22. september 2004
Náttúrugripasafnið út á land
Forstöðumaður Náttúrugripasafns Íslands var í viðtali í útvarpinu áðan þar sem hann kvartaði sáran yfir aðstöðuleysi safnsins þar sem það hírist í tveimur herberjum í fjölbýlishúsi við Hlemm. Óásættanlegt, þar er ég sammála. En það sem vakti athygli mína var það að forstöðumaðurinn nefndi nokkra kosti varðandi mögulega staðsetningu safnsins í framtíðinni, alla í miðborg Reykjavíkur!
Fyrir nokkrum árum kynntum við, þáverandi bæjarstjórn Hveragerðisbæjar, mögulega staðsetningu þessa safns í þá væntanlegri verslunarmiðstöð á horni Suðurlands og Íslands, eins og nú er svo vinsælt að orða það! Mörgum þótti þá og þykir enn að einmitt þetta safn, Náttúrugripasafn Íslands, eigi heima í nánum tengslum við náttúru þessa lands og hvað er þá betur til fundið en að finna því stað á landsbyggðinni. Nú er ég ekki svo forpokuð að ætlast til að öllu verði fundinn staður í Hveragerði en ég er heldur ekki svo skammsýn að halda það að ekkert fái þrifist nema það sé staðsett í 101 Reykjavík.
Um það bera vitni þau söfn sem við höfum verið svo heppin að hafa risið úti á landi svo sem Vesturfarasafnið á Hofsós, Byggðasafnið á Skógum og fleiri mætti nefna.
Horfum nú út fyrir höfuðborgina og setjum Náttúrugripasafn Íslands niður á landsbyggðinni, þar á það heima!
Forstöðumaður Náttúrugripasafns Íslands var í viðtali í útvarpinu áðan þar sem hann kvartaði sáran yfir aðstöðuleysi safnsins þar sem það hírist í tveimur herberjum í fjölbýlishúsi við Hlemm. Óásættanlegt, þar er ég sammála. En það sem vakti athygli mína var það að forstöðumaðurinn nefndi nokkra kosti varðandi mögulega staðsetningu safnsins í framtíðinni, alla í miðborg Reykjavíkur!
Fyrir nokkrum árum kynntum við, þáverandi bæjarstjórn Hveragerðisbæjar, mögulega staðsetningu þessa safns í þá væntanlegri verslunarmiðstöð á horni Suðurlands og Íslands, eins og nú er svo vinsælt að orða það! Mörgum þótti þá og þykir enn að einmitt þetta safn, Náttúrugripasafn Íslands, eigi heima í nánum tengslum við náttúru þessa lands og hvað er þá betur til fundið en að finna því stað á landsbyggðinni. Nú er ég ekki svo forpokuð að ætlast til að öllu verði fundinn staður í Hveragerði en ég er heldur ekki svo skammsýn að halda það að ekkert fái þrifist nema það sé staðsett í 101 Reykjavík.
Um það bera vitni þau söfn sem við höfum verið svo heppin að hafa risið úti á landi svo sem Vesturfarasafnið á Hofsós, Byggðasafnið á Skógum og fleiri mætti nefna.
Horfum nú út fyrir höfuðborgina og setjum Náttúrugripasafn Íslands niður á landsbyggðinni, þar á það heima!
Comments:
Skrifa ummæli