19. september 2004
Hamar, Oddi og Iða
ágæt hús til mennta !
Á laugardaginn var nýja íþróttahúsið við FSU formlega vígt og þar með tekið í notkun. Þetta var hin besta athöfn stutt og snaggaraleg. Á eftir var opið hús í FSU þar sem kennarar kynntu námsframboð skólans en nemendur tóku einnig virkan þátt í deginum sem var á allan hátt afskaplega vel lukkaður.
Skólameistari, Sigurður Sigursveinsson, stjórnaði samkomunni af röggsemi.
---------------------------------------------
Ákvað að smella hér inn ræðu minni þennan dag, ykkur til ánægju og upplýsingar!
"Langþráð stund er orðin að veruleika. Íþróttahús er risið við Fjölbrautaskóla Suðurlands. Og miklu meira en það því auðvitað er hér um að ræða fjölnotahús í besta skilningi þess orðs, því auk íþróttaaðstöðu eru hér almennar kennslustofur og síðast en ekki síst hefur Fræðslunet Suðurlands flutt hingað starfsemi sína. Tilkoma þessa húss á ekki bara eftir að styrkja Fjölbrautaskólann í sessi, heldur einnig verða Fræðslunetinu gríðarleg lyftistöng, gjörbylta íþróttaaðstöðu íbúa Árborgar semog annarra íbúa á Suðurlandi.
En ég hef sem formaður skólanefndar FSU fengið það skemmtilega hlutverk að tilkynna hvaða nafn varð hlutskarpast í samkeppninni sem efnt var til um nafn á íþróttahúsið.
Það er gaman að segja frá því að Sunnlendingar tóku vel við sér en bygginganefndinni bárust rétt rúmlega 50 tillögur. Á fundi nefndarinnar í vikunni var farið vandlega yfir þær tillögur sem bárust en að lokum stóðu fimm nöfn uppúr sem álitlegust þóttu. Að lokinni atkvæðagreiðslu stóð eitt uppi sem afgerandi sigurvegari. Nefndin hafði til hliðstjónar þær hefðir sem skapast hafa í nafnavali á byggingar skólans en aðalbyggingin heitir sem kunnugt er Oddi og verknámshúsið Hamar. Tvö karlkyns tveggja atkvæða orð sem vísa í notkun bygginganna eða lögun ásamt því að vera einnig bæjarnöfn á Suðurlandi. En til að gera langa sögu stutta þá er nú komin stelpa í hópinn.
Iða skal húsið heita, stutt og laggott eins og þau tvö nöfn sem fyrir eru.
Iða er þekkt bæjarheiti í Biskupstungum. Iða hefur vísun í þá hreyfingu sem hér mun fara fram og ekki síður í þá staðreynd að húsið mun iða af lífi.
Iða er líka stórveiðistaður og einn þekktasti stórlaxastaður landsins.
Oft á Hvítá við Iðu stærstu laxa sumarsins og það er vonandi að nafngiftin gefi undir fótinn með það að hér verði stórlaxar á íþróttasviðinu dregnir og sætir sigrar unnir.
Þrír aðilar sendu inn tillögu að nafninu Iðu. Nefndinni fannst ekki við hæfi að fara að draga á milli manna og senda hugmyndasmiði tómhenta heim og því var ákveðið að skipta verðlaunafénu jafnt á milli aðila þannig að hver þeirra fer heim í dag 10.000 krónum ríkari.
Vinningshafarnir eru:
Bergdís Mjöll Rúnarsdóttir, nemandi við skólann á sjúkraliðabraut.
Árni Sverrir Erlingsson. En gaman er að segja frá því að Árni hefur kennt trésmíði við skólann frá stofnun hans.
Það verður að segjast að nefndin varð afar undrandi þegar síðasta umslagið var opnað og nafn vinningshafans kom í ljós en það er
Arndís Erlingsdóttir systir Árna Sverris. Ljóst er að hér eru systkini á ferð sem hugsa á svipuðum nótum. En ekki nóg með það að hún sé systir Árna heldur á Arndís tvo syni sem kenna við skólann þá Erling Brynjólfsson, sögukennara og Ragnar Geir Brynjólfsson, tölvukennara og kerfisstjóra.
Að lokum vil ég segja að það hefur verið bæði lærdómsríkt og skemmtilegt að fá að vera þáttakandi í jafn viðamiklu verkefni sem þessu.
Bygginganefndin hefur fundað reglulega frá því framkvæmdir hófust og hefur oft verið mjög gaman á þeim fundum. Til marks um það góða samstarf sem verið hefur í nefndinni má nefna að á síðasta fundi snaraði Einar Njálsson fram fyrriparti og skoraði á fólk að botna.
Við erum nú mishagmælt í byggingarnefndinni en Guðmundur Stefánsson í Hraungerði var ekki að lengi að taka við sér og botnaði hið snarasta. Samvinnu verkefni þeirra félaga hljóðar svo:
Hamar Oddi og Iða
Ágæt hús til mennta
Nafnið mæt´a á miða
Mundi flestum henta
Enn og aftur til hamingju"
ágæt hús til mennta !
Á laugardaginn var nýja íþróttahúsið við FSU formlega vígt og þar með tekið í notkun. Þetta var hin besta athöfn stutt og snaggaraleg. Á eftir var opið hús í FSU þar sem kennarar kynntu námsframboð skólans en nemendur tóku einnig virkan þátt í deginum sem var á allan hátt afskaplega vel lukkaður.
Skólameistari, Sigurður Sigursveinsson, stjórnaði samkomunni af röggsemi.
---------------------------------------------
Ákvað að smella hér inn ræðu minni þennan dag, ykkur til ánægju og upplýsingar!
"Langþráð stund er orðin að veruleika. Íþróttahús er risið við Fjölbrautaskóla Suðurlands. Og miklu meira en það því auðvitað er hér um að ræða fjölnotahús í besta skilningi þess orðs, því auk íþróttaaðstöðu eru hér almennar kennslustofur og síðast en ekki síst hefur Fræðslunet Suðurlands flutt hingað starfsemi sína. Tilkoma þessa húss á ekki bara eftir að styrkja Fjölbrautaskólann í sessi, heldur einnig verða Fræðslunetinu gríðarleg lyftistöng, gjörbylta íþróttaaðstöðu íbúa Árborgar semog annarra íbúa á Suðurlandi.
En ég hef sem formaður skólanefndar FSU fengið það skemmtilega hlutverk að tilkynna hvaða nafn varð hlutskarpast í samkeppninni sem efnt var til um nafn á íþróttahúsið.
Það er gaman að segja frá því að Sunnlendingar tóku vel við sér en bygginganefndinni bárust rétt rúmlega 50 tillögur. Á fundi nefndarinnar í vikunni var farið vandlega yfir þær tillögur sem bárust en að lokum stóðu fimm nöfn uppúr sem álitlegust þóttu. Að lokinni atkvæðagreiðslu stóð eitt uppi sem afgerandi sigurvegari. Nefndin hafði til hliðstjónar þær hefðir sem skapast hafa í nafnavali á byggingar skólans en aðalbyggingin heitir sem kunnugt er Oddi og verknámshúsið Hamar. Tvö karlkyns tveggja atkvæða orð sem vísa í notkun bygginganna eða lögun ásamt því að vera einnig bæjarnöfn á Suðurlandi. En til að gera langa sögu stutta þá er nú komin stelpa í hópinn.
Iða skal húsið heita, stutt og laggott eins og þau tvö nöfn sem fyrir eru.
Iða er þekkt bæjarheiti í Biskupstungum. Iða hefur vísun í þá hreyfingu sem hér mun fara fram og ekki síður í þá staðreynd að húsið mun iða af lífi.
Iða er líka stórveiðistaður og einn þekktasti stórlaxastaður landsins.
Oft á Hvítá við Iðu stærstu laxa sumarsins og það er vonandi að nafngiftin gefi undir fótinn með það að hér verði stórlaxar á íþróttasviðinu dregnir og sætir sigrar unnir.
Þrír aðilar sendu inn tillögu að nafninu Iðu. Nefndinni fannst ekki við hæfi að fara að draga á milli manna og senda hugmyndasmiði tómhenta heim og því var ákveðið að skipta verðlaunafénu jafnt á milli aðila þannig að hver þeirra fer heim í dag 10.000 krónum ríkari.
Vinningshafarnir eru:
Bergdís Mjöll Rúnarsdóttir, nemandi við skólann á sjúkraliðabraut.
Árni Sverrir Erlingsson. En gaman er að segja frá því að Árni hefur kennt trésmíði við skólann frá stofnun hans.
Það verður að segjast að nefndin varð afar undrandi þegar síðasta umslagið var opnað og nafn vinningshafans kom í ljós en það er
Arndís Erlingsdóttir systir Árna Sverris. Ljóst er að hér eru systkini á ferð sem hugsa á svipuðum nótum. En ekki nóg með það að hún sé systir Árna heldur á Arndís tvo syni sem kenna við skólann þá Erling Brynjólfsson, sögukennara og Ragnar Geir Brynjólfsson, tölvukennara og kerfisstjóra.
Að lokum vil ég segja að það hefur verið bæði lærdómsríkt og skemmtilegt að fá að vera þáttakandi í jafn viðamiklu verkefni sem þessu.
Bygginganefndin hefur fundað reglulega frá því framkvæmdir hófust og hefur oft verið mjög gaman á þeim fundum. Til marks um það góða samstarf sem verið hefur í nefndinni má nefna að á síðasta fundi snaraði Einar Njálsson fram fyrriparti og skoraði á fólk að botna.
Við erum nú mishagmælt í byggingarnefndinni en Guðmundur Stefánsson í Hraungerði var ekki að lengi að taka við sér og botnaði hið snarasta. Samvinnu verkefni þeirra félaga hljóðar svo:
Hamar Oddi og Iða
Ágæt hús til mennta
Nafnið mæt´a á miða
Mundi flestum henta
Enn og aftur til hamingju"
Comments:
Skrifa ummæli