5. júlí 2021
Tiltekt að sumri
Elska að vinna í júlí. Þá er miklu, miklu rólegra en annars og tími gefst meira að segja til að taka til á skrifstofunni. Verð því að deila með ykkur gleðinni af tiltekt dagsins sem þið sjáið á meðfylgjandi mynd. Búin að pæla í gegnum bunkana, minnka þá mjög og raða. Eins og þið sjáið þá er ég að rækta á skrifstofunni rétt eins og heima og það gengur eiginlega betur ef eitthvað er. Tala sjálfsagt meira við blómin á skrifstofunni, nema ef þeim finnst bara svona gaman að hlusta. Það gæti kannski verið :-)
Comments:
Skrifa ummæli