<$BlogRSDUrl$>

6. júlí 2021

Hlíðarhagi - deiliskipulag og eldra fólk  


Þegar skipulagsferli er lokið þarf bæjarstjóri að undirrita nýtt deiliskipulag og þar með fer það í auglýsingu og tekur gildi.  Í dag undirritaði ég nýtt deiliskipulag fyrir Hlíðarhagalandið en það eiga einkaaðilar sem hafa í hyggju að byggja þar 45 íbúðir í eins og tveggja hæða húsum.  Þetta land sem þið sjáið hér til hliðar stendur hátt, efst í byggðinni, undir klettóttum hlíðum Hamarsins og nýtur útsýnis eins og fáir aðrir.  Beint a móti, hinu megin við Breiðumörk, er svo búið að skipulegga skemmtilega byggð sem væntanlega verður auglýst laus til úthlutunar á næstu mánuðum.  Þarna munu því í framtíðinni búa um 150 manns miðað við meðaltöl íbúa pr. íbúð í Hveragerði.  Það munar um minna!

Vil svo endilega deila með ykkur ansi góðum þætti um málefni hjúkrunarheimila og eldra fólks en þar ræddum ég og Haraldur Benediktsson, þingmaður, við Þorkel Sigurlaugsson um þann vanda sem við stöndum frammi fyrir núna hvað varðar rekstrargrunn hjúkrunarheimila og einnig og ekki síst hvernig hægt er að bregðast við þeirri stöðu þegar sífellt stærra hlutfall þjóðarinnar fyllir flokk þeirra sem eldri eru.  Það er krefjandi verkefni sem okkur ber skylda til að mæta með eins góðum hætti og nokkur er kostur.  

Hér í Hveragerði erum við svo lánsöm að hafa fjölbreytta búsetukosti fyrir eldra fólk og enn bætist við þegar að nýbygging við hjúkrunarheimilið verður að veruleika og svo ekki síður þegar um 90 íbúðir fyrir 50+ hópinn verða byggðar við Heilsustofnun á næstu árum. Endilega kíkið á deiliskipulag þess reits sem núna er til kynningar á gólfi og veggjum Verslunarmiðstöðvarinnar Sunnumörk og svo má finna allt um þetta nýja deiliskipulag á þessari slóð.


5. júlí 2021

Tiltekt að sumri  


 Elska að vinna í júlí.  Þá er miklu, miklu rólegra en annars og tími gefst meira að segja til að taka til á skrifstofunni.  Verð því að deila með ykkur gleðinni af tiltekt dagsins sem þið sjáið á meðfylgjandi mynd.  Búin að pæla í gegnum bunkana, minnka þá mjög og raða.  Eins og þið sjáið þá er ég að rækta á skrifstofunni rétt eins og heima og það gengur eiginlega betur ef eitthvað er.  Tala sjálfsagt meira við blómin á skrifstofunni, nema ef þeim finnst bara svona gaman að hlusta.  Það gæti kannski verið :-)


4. júlí 2021

Sumar í blómabænum  


Veðrið á laugardaginn var eins og það best gerist hér sunnan heiða. Sól og um 20 stiga hiti allan daginn.  Notaði tækifærið og bekk upp að Skífu með Bjarna Rúnari og Lárusi Nóa sem átti öruggt sæti í bakpoka pabba síns.  Þetta var bæði líkamsrækt og upplifun enda fórum við með nesti og nutum því útsýnis og veitinga frá Skífunni.  Þessi gönguleið er alveg hreint einstök.  Algjörlega passlega löng og þolanlega krefjandi og þarna má svo finna alls konar dældir og bala þar sem hægt er að leggjast og týnast algjörlega, borða nestið sitt og slappa af ef stemning er fyrir því. 

Um helgina gisti Lárus Nói hjá ömmu og afa á meðan að pabbi og mamma slöppuðu af enda er litli bróður væntanlegur eftir um það bil mánuð og því verður nóg að gera á þeim bænum þegar hann kemur í heiminn.  

Helgin fór annars að stóru leyti í stúss í garðinum en nú er ég líka búin að koma öllu sem ég sáði í ker og potta.  Held ég verði að hemja mig aðeins næsta vor og sá örlítið minna en ég gerði núna.  En þetta er bara svo gaman og svo litríkt og flott :-)

Skrapp reyndar á sýningaropnun í Listasafninu sem var skemmtileg og fengum svo góða gesti á laugardagskvöldinu sem gaman var spjalla við. 


2. júlí 2021

Tvíbýli breytist í einbýli !  

 Dásmlegur dagur í blómabænum. Brakandi sól og blankalogn og hitinn náði um 20° þegar mest var. 

Bæjarskrifstofan lokar á hádegi á föstudögum í sumar vegna styttingar vinnutímans. Er þetta tilraun og væntanlega föllum við í fyrra horf í haust. Það var óvenjugott að hætta snemma í dag og rölti ég fyrst til mömmu þar sem við sátum úti allar systurnar og hún og nutum sólar. Heima tók ég svo góða rispu í garðinum alveg fram að kvöldmat og nú eru öll beð sunnan við hús orðin fín og falleg.  Það er góð tilfinning.  Það verður svo ennþá betra á morgun þegar ég klára öll hin beðin aftan við hús.  Þessi lóð er ansi stór og enginn hægðarleikur að halda henni þolanlegri.

En í vinnunni í morgun átti ég fund um spennandi tækifæri í atvinnuuppbyggingu sem ekki er tímabært að fjalla um á þessu stigi og strax á eftir annan um byggingu nýja hjúkrunarheimilisins. Þar styttist nú í forvalið en gert er ráð fyrir að það fari af stað í endaðan júlí byrjun ágúst.  Aðferðafræðin við þessa uppbyggingu er ansi frábrugðin því sem við eigum að venjast  þar sem við höfum þegar ákveðið hvað byggingin með búnaði mum kosta, nemur sú upphæð 1.001 m.kr.  Öll tilboð eru því í sömu tölu en snúast um útfærslur og þær tillögur sem lagðar eru fram.  Þarna munu verða 22 einbýli fyrir einstaklinga sem þurfa á hjúkrunarheimilisþjónustu að halda og því eru að bætast þarna við 4 ný pláss og ekki mun af veita.  Staðsetning þessa húss er beint á mótu gömlu bæjarskrifstofunni, hinu megin við götuna og svo má ekki gleyma aðalatriðinu.  Með tilkomu þessara rýma mun núverandi hjúkrunarheimili verða endurnýjað að fullu og þar með verða eingöngu einbýli á hjúkrunarheimilinu hér í bæ.  Risastórt skref og mikilvægt fyrir alla íbúa og aðra sem njóta þjónustu hér á Ási. 


1. júlí 2021

Bænum tryggð yfirráð yfir enn meira landi  

Fundur bæjarráðs í morgun þar sem nokkur stór mál voru tekin til afgreiðslu. Samningur um kaup á öllu Öxnalækjarlandinu var samþykktur og þar með eignast bæjarfélagið yfirráð yfir öllu því landi sem Eyjólfur Konráð Jónsson, ráðherra, keypti á sínum tíma. Hann var ótrúlega framsýnn þegar hann sem kornungur maður keypti Öxnalækinn og þar með stóran hlut af því landi sem Hveragerði byggir í dag. Það er mikill kostur fyrir bæjarfélagið til framtíðar að eignarhald og yfirráð þar með yfir landinu sé í höndum Hvergerðinga. Með kaupunum eignast bærinn einnig hlut fjölskyldu Eykons í félagi sem á stórt land fyrir neðan þjóðveg. Það er gott að vera þar komin að borðinu þegar framtíð þess lands verður ákveðin. Í dag var einnig samþykkt að ganga til samninga við Íslenska gámafélagið um sorphirðu og förgun en þeir voru lægstir í útboði sem Ríkiskaup sá um fyrir Hveragerðisbæ. Eftir fundinn fór hópurinn og skoðaði viðbygginguna við grunnskólann en þar er nú verið að dúkleggja og setja upp innréttingar, ekkert bendir til annars en að það verk verði á áætlun. Mér finnst þessi viðbygging alveg einstaklega vel heppnuð og dr. Maggi Jónsson hefur þarna hannað einstakt hús sem kallast svo fallega á við umhverfi sitt að eftir því er tekið. Við heimsóttum líka sundlaugina þar sem nú er verið að endurnýja búningsklefana, það er bæði flókið verk og krefjandi þar sem í svona gömlu húsi leynast alls konar verkefni sem enginn gat séð fyrir þegar verkið var skipulagt í upphafi. En með hverri heimsókninni sé ég betur að þarna hefur vel tekist til í hönnun og ég vona að bæjarbúar verði sammála um það þegar laugin opnar aftur.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet