22. janúar 2018
Vetrarfrí er góð tilbreyting ...
Annað árið í röð yfirgefum við Lárus kuldann á Fróni í janúar og spókum okkur í veðurblíðu á hlýrri stöðum.
Í ár er það Spánn sem varð fyrir valinu. Ég hafði samt áður ákveðið að fara aldrei til Spánar. Mér fannst það tilvalið þar sem ég hafði aldrei komið til Spánar og oft fannst mér ég vera eini Íslendingurinn sem þannig var ástatt um. Mér fannst frekar skemmtilegt að geta sagt þetta en semsagt, núna er sú sérstaða farin ! Ég er komin til Spánar.
Eins og venjulega höldum við utanum ferðasöguna í sérstökum bloggi hér til hliðar. Áhugasamir geta lesið þetta en fyrst og fremst er þetta skrifað fyrir okkur sjálf því annars myndum við ekki muna hvað við gerðum þessa daga þegar fram líða stundir.
Hér er svo slóðin fyrir áhugasama og okkur sjálf !
Hér er svo ein mynd af konungshöllinni í Madrid - hún er frekar stór ;-)
Í ár er það Spánn sem varð fyrir valinu. Ég hafði samt áður ákveðið að fara aldrei til Spánar. Mér fannst það tilvalið þar sem ég hafði aldrei komið til Spánar og oft fannst mér ég vera eini Íslendingurinn sem þannig var ástatt um. Mér fannst frekar skemmtilegt að geta sagt þetta en semsagt, núna er sú sérstaða farin ! Ég er komin til Spánar.
Eins og venjulega höldum við utanum ferðasöguna í sérstökum bloggi hér til hliðar. Áhugasamir geta lesið þetta en fyrst og fremst er þetta skrifað fyrir okkur sjálf því annars myndum við ekki muna hvað við gerðum þessa daga þegar fram líða stundir.
Hér er svo slóðin fyrir áhugasama og okkur sjálf !
Hér er svo ein mynd af konungshöllinni í Madrid - hún er frekar stór ;-)