13. desember 2017
Fundur stjórnenda Hveragerðisbæjar í morgun var góður, léttur og skemmtilegur að vanda. Farið var yfir fjárhagsáætlun ársins 2018 og það sem helst er á döfinni. Síðan fóru allir yfir starfsemi sinna deilda sem er vani á okkar fundum.
Hitti Önnu Erlu leikskólastjóra Undralands á eftir fundinum og fórum við yfir biðlistann. Það er allt útlit fyrir að öllum börnum sem fædd eru 2016 verði boðin leikskólavistun á nýrri deild sem opnar í janúar. Það er nokkuð vel að verki staðið.
Átti fínan en óvænt fund með dugnaðarforki úr veitingageiranum sem hyggur á landvinninga í Hveragerði. Hér eru nefnilega mikil tækifæri fyrir fjárfestingar til framtíðar og það eru margir sem sjá það núna.
Við Jóhanna heimsóttum síðan Hamarshöllina er þar er nú allt að gerast. Tugir starfsmanna Spartan Race vinna nú hörðum höndum að undirbúningi hlaupsins sem fram fer hér í Hveragerði næstkomandi laugardag.
Þetta er gríðarlega stórt verkefni en þetta er ekkert venjulegt hlaup heldur hindrunahlaup eins og þau gerast best (verst). Keppendur sem eru um 700 talsins og svo til allir erlendis frá munu hlaupa um 8km braut með ýmsum hindrunum og sá sem fer flesta hringi á 24 tímum vinnur. Þetta er auðvitað brjálæði !
Hitti Önnu Erlu leikskólastjóra Undralands á eftir fundinum og fórum við yfir biðlistann. Það er allt útlit fyrir að öllum börnum sem fædd eru 2016 verði boðin leikskólavistun á nýrri deild sem opnar í janúar. Það er nokkuð vel að verki staðið.
Átti fínan en óvænt fund með dugnaðarforki úr veitingageiranum sem hyggur á landvinninga í Hveragerði. Hér eru nefnilega mikil tækifæri fyrir fjárfestingar til framtíðar og það eru margir sem sjá það núna.
Við Jóhanna heimsóttum síðan Hamarshöllina er þar er nú allt að gerast. Tugir starfsmanna Spartan Race vinna nú hörðum höndum að undirbúningi hlaupsins sem fram fer hér í Hveragerði næstkomandi laugardag.
Þetta er gríðarlega stórt verkefni en þetta er ekkert venjulegt hlaup heldur hindrunahlaup eins og þau gerast best (verst). Keppendur sem eru um 700 talsins og svo til allir erlendis frá munu hlaupa um 8km braut með ýmsum hindrunum og sá sem fer flesta hringi á 24 tímum vinnur. Þetta er auðvitað brjálæði !