30. ágúst 2017
Stundum gerist eitthvað sem kemur manni verulega á óvart. Í dag fékk ég símtal frá fréttamanni sem starfar á Fréttablaðinu. Hann hefur stundum samband ef hann sér að eitthvað áhugavert er um að vera í bæjarfélaginu sem er mjög jákvætt. Í dag hringdi hann sem sagt og sagðist hafa verið að lesa bloggið mitt. Sem líka er verulega jákvætt því þá les það allavega einn einstaklingur - sem er betra en enginn :-)
Ég tók honum að sjálfsögðu vel og hélt að hann ætlaði að fjalla um flutning bæjarskrifstofunnar, málefni fatlaðs fólks, íþróttamannvirkin eða allavega eitthvað úr bæjarlífinu. EN, nei, þá var erindið að fá viðtal um örlög kattarins Gosa! Ég hélt nú að hann væri að grínast og hafði nú ekki mikla trú á að kötturinn sá væri fréttaefni en sú varð nú samt raunin þannig að nú bíð ég spennt eftir því að sjá hvernig í ósköpunum þetta verður matreitt ofan í lesendur blaðsins. Já það er enginn dagur eins, það er víst ábyggilegt !
---------------
Annars er tiltekt hafin og pökkun á bæjarskrifstofunni. Löngu tímabært að henda og taka til í öllum skápunum enda er margt að fara á haugana núna. Passa samt að sjálfsögðu öll merkileg skjöl ;-) En ég er að finna alls konar skemmtiefni frá fyrirrennurum mínum i embætti og meðan annars skýrslu frá Hálfdáni þar sem hann fjallar um framtíð Hveragerðis en þar er þessa flottu mynd að finna. Reyndar enginn texti en ætli hann hafi verið að velta fyrir sér bæjarskrifstofunum í Búnaðarbankahúsið fyrir tæpum 20 árum?
Ég tók honum að sjálfsögðu vel og hélt að hann ætlaði að fjalla um flutning bæjarskrifstofunnar, málefni fatlaðs fólks, íþróttamannvirkin eða allavega eitthvað úr bæjarlífinu. EN, nei, þá var erindið að fá viðtal um örlög kattarins Gosa! Ég hélt nú að hann væri að grínast og hafði nú ekki mikla trú á að kötturinn sá væri fréttaefni en sú varð nú samt raunin þannig að nú bíð ég spennt eftir því að sjá hvernig í ósköpunum þetta verður matreitt ofan í lesendur blaðsins. Já það er enginn dagur eins, það er víst ábyggilegt !
---------------
Annars er tiltekt hafin og pökkun á bæjarskrifstofunni. Löngu tímabært að henda og taka til í öllum skápunum enda er margt að fara á haugana núna. Passa samt að sjálfsögðu öll merkileg skjöl ;-) En ég er að finna alls konar skemmtiefni frá fyrirrennurum mínum i embætti og meðan annars skýrslu frá Hálfdáni þar sem hann fjallar um framtíð Hveragerðis en þar er þessa flottu mynd að finna. Reyndar enginn texti en ætli hann hafi verið að velta fyrir sér bæjarskrifstofunum í Búnaðarbankahúsið fyrir tæpum 20 árum?
Comments:
Skrifa ummæli