8. júní 2017
Enginn fundur utan Hveragerðis í dag og það gerði að verkum að ég tók út fína hjólið mitt og Sherlock hjálminn og hjólaði í vinnuna.
Það var reyndar ansi svalt í morgun en hitinn úti var kominn undir frostmark í nótt þegar ég fór að sofa. Nú fylgist ég afar vel með hita á kvöldin því það þarf að koma plöntunum inn í gróðurhús ef að stefnir í frost.
Nú vinn ég skipulega eftir listum og er að hamast við að klára ýmis verkefni sem ekki hefur gefist tími til að sinna. Hitt meðal annars Jóhönnu og fórum við yfir dagskrá Landsmóts 50plús sem haldið verður hér í Hveragerði síðustu helgina í júní. Dagskráin er þétt og ansi skemmtileg svo það er á hreinu að það verður nóg við að vera hér í Hveró þessa helgina. Á sunnudeginum verða fallegir garðar til sýnis í bæjarfélaginu og kaffi og kex í görðunum. Þetta var einnig gert í fyrra og mæltist afar vel fyrir.
Höskuldur, umhverfisfulltrúi, kláraði dreifibréf til íbúa í dag en þar á ég stutta grein um hunda- og kattahald í bæjarfélaginu. Mikið væri nú gott ef allir reyndu eftir fremsta megni að taka tilliti hver til annars. Öll dýrin í skóginum þurfa og eiga nefnielga að vera vinir.
Bæjarstjórnarfundur síðdegis og hvet ég ykkur til að lesa fundargerðina á www.hveragerdi.is
Comments:
Skrifa ummæli