30. mars 2017
Mamma kann þetta .... !
Fréttirnar í gær og í dag hafa eðlilega verið undirlagðar af bankamálum og útgerðarfyrirtækjum. Í báðum tilfellum virðist sem græðgi og vöntun á samfélagslegri hugsun ráði ríkjum. Hvenær urðum við svona, hin íslenska þjóð ? Hvað er það sem gerir að verkum að þeir sem eiga yfirdrifið nóg beita öllum brögðum til að eignast miklu meira en hægt er að komast yfir að eyða? Hvenær varð krafa um yfirgengilegan hagnað hin eina sanna breyta á góð viðskipti og góð fyrirtæki? Eru fyrirtækin sem hugsa um starfsmenn sína og samfélagið ekki lengur "góð" fyrirtæki?
Ég er löngu hætt að skilja þessa hugsun enda alin upp í fyrirtæki sem samkvæmt skilgreiningum margra, sem berast hvað mest á núna, er bæði lélegt og illa rekið! Enda ekki rekið áfram á kröfu um óhóflegan arð til eigenda eða yfirgengilegan hagnað heldur frekar á þeirri hugsjón að það veiti góðum starfsmönnum vinnu, haldi utan um hópinn sinn og greiði götu verkefna í samfélaginu. Mamma er besti eigandi fyrirtækis sem ég þekki - ef fleiri væru eins og hún værum við í betri stöðu í dag !
Fréttirnar í gær og í dag hafa eðlilega verið undirlagðar af bankamálum og útgerðarfyrirtækjum. Í báðum tilfellum virðist sem græðgi og vöntun á samfélagslegri hugsun ráði ríkjum. Hvenær urðum við svona, hin íslenska þjóð ? Hvað er það sem gerir að verkum að þeir sem eiga yfirdrifið nóg beita öllum brögðum til að eignast miklu meira en hægt er að komast yfir að eyða? Hvenær varð krafa um yfirgengilegan hagnað hin eina sanna breyta á góð viðskipti og góð fyrirtæki? Eru fyrirtækin sem hugsa um starfsmenn sína og samfélagið ekki lengur "góð" fyrirtæki?
Ég er löngu hætt að skilja þessa hugsun enda alin upp í fyrirtæki sem samkvæmt skilgreiningum margra, sem berast hvað mest á núna, er bæði lélegt og illa rekið! Enda ekki rekið áfram á kröfu um óhóflegan arð til eigenda eða yfirgengilegan hagnað heldur frekar á þeirri hugsjón að það veiti góðum starfsmönnum vinnu, haldi utan um hópinn sinn og greiði götu verkefna í samfélaginu. Mamma er besti eigandi fyrirtækis sem ég þekki - ef fleiri væru eins og hún værum við í betri stöðu í dag !
Comments:
Skrifa ummæli