4. desember 2016
Það er ekkert lát á fjörinu hér á Heiðmörkinni. Tónleikar Baggalúts á föstudagskvöldið voru meiriháttar og nú skil ég fullkomlega hvers vegna það er uppselt á þá alla. Þetta er mikil sýning og fjölbreytt enda miklir skemmtikraftar þarna á ferð.
Zumba, infra rauði klefinn, Laugaskarð, jólabasar leikskólastarfsmanna, gæðastundir með Haraldi Fróða, jólakvöld sjálfstæðisfélagsins og leikritið Augasteinn og Reykjavíkur rölt í frábærum félagsskap, Sigurbjargar systur, Hafrúnar, Vigdísar og auðvitað Haraldar er svona í stórum dráttum innihald þessara helgar. Alltaf nóg að gera :-)
Á fyrri myndinni er ungviðið að bíða eftir Augasteini og á þeirri seinni er þessi skemmtilega sýning búin og þau fengu að hitta Felix Bergsson.
Comments:
Skrifa ummæli