11. maí 2016
Átti góðan fund með Sigurrósu og Þórunni sem sjáum frístundaskólann fyrir yngsu börninr. Þær gerðu grein fyrir starfsemi vetrarins þeim hugmyndum sem þær hafa um framhaldið. Skemmtilegt og líflegar konur sem eru að gera góða hluti.
Þóra Sæunn Úlfsdóttir, talmeinafræðingur, kom hér til fundar og kynnti fyrir mér efni sem hún hafði unnið vegna starfa sinna hér í Hveragerði og kynnti á ráðstefnu nú nýlega. Afar athyglisvert efni en Þóra Sæunn hefur unnið afskaplega gott starf hér í Hveragerði.
Átti góðan fund með Helgu,skrifstofustjóra, þar sem við rifjuðum upp nokkur atriði tengd bókhaldi bæjarins en hún er á leiðinni í frí og verður í burtu í 3 vikur. Það þýðir að ég verð að samþykkja reikninga á meðan sem ég geri annars aldrei :-)
Síðdegis vorum við Halldór Halldórsson gestir stjórnarfundar umhverfis og samgöngunefndar Sjálfstæðisflokksins. Þar fórum við yfir sveitarstjórnarmál með stjórnarmönnum.
Það var óvanalega gaman að taka þátt í þessum fundi en þarna er hún Laufey mín formaður. Hún stendur sig afskaplega vel og á framtíðina fyrir sér í þessu.
Kíktum við á Barnaspitalanum en þar liggur hún Vigdís hennar Sigurbjargar systur minnar núna Hún greindist með sykursýki 1 í vikunni svo nú er hún og fjölskylda hennar að læra á lífið með þessum nýju áskorunum. Þetta er ekki alveg einfalt þegar maður er nýorðin 6 ára en hún er ósköp dugleg þessi elska. Á myndinni er hún að æfa sig að stinga í puttann á Laufeyju stóru frænku sinni :-)
Comments:
Skrifa ummæli