12. janúar 2016
Skafrenningur, snjómokstur og Staksteinar
Það kemur sér stundum vel að hafa bakdyra inngang :-)
Átti góðan fund með Davíð Samúelssyni í dag þar sem við fórum yfir þau verkefni sem hann er að vinna að þessa dagana. Hann er mikill happafengur fyrir bæinn og er að gera góða hluti.
Skrapp til fundar í menntamálaráðuneytinu um hádegið. Hélt ég yrði veðurteppt hér fyrir austan en veðrið leystist skyndilega upp í ekki neitt svo það var rennifæri til Reykjavíkur í hádeginu og snjólítill vegurinn yfir heiðina.
Borgarbúar viðri sig og ruslapokana
Þá er ekki síður mikilvægt að lengst hefur á milli sorphirðudaga á sama tíma og gjaldið hækkar, úr sjö dögum í fjórtán á skömmum tíma og ekki öll nótt úti enn um frekari lengingu.
Svo er auðvitað gott að geta fengið minni tunnur eftir því sem sorphirðudögum fækkar, til að fá tækifæri til að þjappa enn frekar í tunnuna en ella.
Allt er þetta mikilvægt en þó ekkert á við það að fá að labba með ruslið út í grenndarstöðvar borgarinnar en eins og Sóley Tómasdóttir hefur bent á þá getur „hagrænn og heilsusamlegur ávinningur af reglulegum gönguferðum á grenndarstöðvar“ verið umtalsverður.
Borgarbúar, einkum þeir sem ekki eiga hund, eiga borgaryfirvöldum ekki svo lítið að þakka.
Nú hafa þeir fengið áhugaverða hvatningu til að efla og bæta hag sinn og heilbrigði með því að viðra sorpið á kvöldgöngu. Hver gæti sakað borgaryfirvöld um slaka þjónustu þegar borgarbúum hefur verið tryggð þessi ókeypis heilsurækt?
Stundum er þessi ágæti pistlahöfundur alveg óborganlega skemmtilegur :-)