15. janúar 2016
Afmælisgjöf ársins :-)
Eins og facebook vinir mínir vita þá fékk ég þennan fína púða í afmælisgjöf frá bónda mínum.
Þetta uppátæki hans vakti verðskuldaða athygli...
... og vinur okkar hann Bjarni Stefan Konráðsson, Skagfirðingur, sendi mér þessar vísur af þessu tilefni. Mér finnast þær afskaplega góðar og er búin að skemmta mörgum með þeim:
Nú bónda sinn Aldís má bæla,
blíðlega og við hann gæla,
en hrynji' ún í pest
hræðist ég mest
að hún muni yfir hann æla.
Lalli gefur sjálfan sig;
sá er alltaf gefandi.
Í anda sé ég, Aldís þig
yfir kallinn slefandi.
Gerist Aldís letileg
og liggi á púða og malla,
að fjölgi hratt, það hræðist ég
hrukkunum á Lalla.
Á kvöldin Lalli einatt á
í undarlegu puði,
en nú geturðu sofið honum hjá
þótt hann sé ekki í stuði!
Ég hef heyrt um einn og einn
sem er víst mikill lúði.
En aldrei hef ég heyrt um neinn
að hann sé orðinn púði!
Comments:
Skrifa ummæli