26. nóvember 2015
Nú standa fyrir dyrum framkvæmdir innanhúss sem gera að verkum að framleiðsla í sal mun að stóru leyti liggja niðri í janúar. Það kallar á gott skipulag enda verða að vera til vörur á lager þegar þar að kemur.
Eftir stjórnarfundinn kíktum við Guðrún systir örstutt jólasýningu fimleikadeildarinnar í Hamarshöllinni. Það var virkilega gaman að sjá þessa duglegu krakka og ekki síður að sjá það hversu margir voru mættir til að fylgjast með.
Það þarf ekki mikið til að gleðja mann þegar húsið er búið að vera í henglum síðan í september af hinum ýmsu ástæðum !
Í dag var sett upp bráðabirgðaborð í eldhúsinu og eldavélin tengd. Það er líka mikill munur að vera loksins komin með vatn í kranann í eldhúsinu, reyndar bara kalt. En það er þó skárra en ekkert.
Samt er vaskað upp í þvottahúsinu enda heitt vatn frekar nauðsynlegt við það verk :-)
Comments:
Skrifa ummæli