11. nóvember 2015
Á þessum árstíma leggst ég yfirleitt yfir alls konar töluleg gögn og vinn samanburð við hin ýmsu sveitarfélög til að við getum glöggvað okkur á stöðu Hveragerðisbæjar.
Eitt af því sem oftast er notað sem viðmið um gæði og vinsældir bæjarfélaga er íbúatalan, eðlilega !
Hér í Hveragerði bjuggu 1.668 íbúar árið 1998.
Í dag búa hér 2.426 íbúar.
Fjölgun á þessu 17 ára tímabili eru 758 íbúar eða 45,4%
Á sama tíma fjölgaði Sunnlendingum um 15%.
Hveragerði er eitt þéttbýlasta sveitarfélag landsins en hér eru 270 íbúar pr. km2.
Til samanburðar má geta þess að nágrannar okkar í Ölfusi búa heldur rýmra en við gerum hér en þar eru 2,6 íbúar pr. km2.
Miðað við þau verkefni á sviði húsbygginga sem nú eru í gangi er ekki óvarlegt að áætla að framhald verði á íbúafjölgun hér í Hveragerði og spái ég því að íbúar verði orðnir 2.700 innan 5 ára. Sú fjölgun mun rúmast vel í og við núverandi byggð svo enn er langt í land að Hveragerði sé fullbyggt :-)
Eitt af því sem oftast er notað sem viðmið um gæði og vinsældir bæjarfélaga er íbúatalan, eðlilega !
Hér í Hveragerði bjuggu 1.668 íbúar árið 1998.
Í dag búa hér 2.426 íbúar.
Fjölgun á þessu 17 ára tímabili eru 758 íbúar eða 45,4%
Á sama tíma fjölgaði Sunnlendingum um 15%.
Hveragerði er eitt þéttbýlasta sveitarfélag landsins en hér eru 270 íbúar pr. km2.
Til samanburðar má geta þess að nágrannar okkar í Ölfusi búa heldur rýmra en við gerum hér en þar eru 2,6 íbúar pr. km2.
Miðað við þau verkefni á sviði húsbygginga sem nú eru í gangi er ekki óvarlegt að áætla að framhald verði á íbúafjölgun hér í Hveragerði og spái ég því að íbúar verði orðnir 2.700 innan 5 ára. Sú fjölgun mun rúmast vel í og við núverandi byggð svo enn er langt í land að Hveragerði sé fullbyggt :-)
Comments:
Skrifa ummæli