17. september 2015
Hér var vaknað fyrir allar aldir því fundur bæjarráðs var kl. 7:30 og ekki dugði að mæta úfin, ógreidd og ómáluð þar sem leiðin lá til Reykjavíkur strax á eftir. Þar hélt Skipulagsstofnun nefnilega sinn árlega fræðsludag og þar var ég umræðustjóri í hópi sem fjallaði um áskoranir og lausnir í ferðaþjónustu með áherslu á skipulagsmál. Heilmargir mættu í málstofuna og miklar umræður spunnust um málið. Kannski ekki skrýtið þar sem um fátt hefur verið meira talað að undanförnu en skipulagsleysi í ferðaþjónustu. Þarna kom skýrt fram það sjónarmið að það vantaði meiri fjármuni til uppbyggingar og að ágóðinn af þessari atvinnugrein yrði því miður ekki eftir hjá sveitarfélögunum þrátt fyrir að krafan um úrbætur og uppbyggingu sé í flestum tilvikum gerð til þeirra.
Var svo ljónheppin að vera boðin í mat til Laufeyjar og Elvars í kvöld ásamt David. Þar náði ég að svæfa Haraldinn minn með lestri á Hefðarköttunum sem er klárlega uppáhaldsbókin okkar :-)
Comments:
Skrifa ummæli