18. ágúst 2015
En það vakti athygli hversu margir opnuðu hús sín og sýndu listir sínar þessa helgi en það var gaman að heimsækja alla þessa staði. Kunnum við þeim öllum bestu þakkir fyrir.
En nú finnst mér haustið nálgast óðfluga, Blómstrandi dagar búnir, skólar að byrja og barnabörnin í fjölskyldunni týnast burt eitt af öðru. Börnin þeirra Valda og Sigrúnar verða öll í Danmörku í vetur, Tvíburarnir fóru i gær en Guðbjörg í lýðháskóla í síðustu viku. Dagný þeirra Guðrúnar og Jóa er að fara til USA aftur og héðan frá okkur fara Bjarni og Hafdís í Háskólann á Akureyri og Albert á Laugarvatn.
Það er fámennt en góðmennt í familíunni í Hveragerði í vetur :-)
Í dag undirbjó ég fundarboð bæjarráðs í vikunni. Las yfir drög að atvinnustefnu sem verða kynnt á fundinum og skrifaði minnisblöð. Leiðrétti líka reglur frístundaskólans sem einnig verða lagðar fyrir í vikunni.
Eftir hádegi var fundur um svæðisskipulag á Suðurlandi, sá fyrsti af þremur. Það var skemmtilegt að hlusta á Matthildi Elmarsdóttur, en hún er eldklár í sínu fagi. Hún hefur samt svo til ekkert breyst frá því við vorum saman á heimavist MA fyrir áratugum síðan :-)
Síðdegis fékk Haraldur Fróði að vera hjá ömmu og síðan komu börn og tengdabörn í mat og hitting. Bjarni og Hafdís fara norður í vikunni svo þetta voru síðustu forvöð að ná öllum saman.
Comments:
Skrifa ummæli