18. júní 2015
Bæjarráð fundaði í morgun og samþykkti þar m.a. að frá og með sumarfríum leikskólanna verði þeir opnaðir kl. 7:30 á morgnana og að Undraland hafi opið til kl. 17. Er þessi breyting í samræmi við niðurstöður úr foreldrakönnun sem gerð var í vetur og sýndi ótvíræðan vilja til rýmri opnunartíma og þá sérstaklega á morgnana.
-----------
Fundur í miðstöð Almannavarna eftir hádegi í dag sem við Ásta í Árborg sóttum í góðum félagsskap löggæslumanna í héraði og Péturs hjá Brunavörnum. Eftir fundinn heimsóttum við höfuðstöðvar Landsbjargar sem þarna eru einnig til húsa.
--------
Hér er aftur á móti linkur á flottan bækling um gæði Hveragerðisbæjar sem dreift verður í valin hús á höfuðborgarsvæðinu á næstu dögum. Þrátt fyrir að hús seljist hér eins og heitar lummur má alltaf gera betur og því er þessum bæklingi nú dreift til að vekja athygli á bæjarfélaginu sem vænlegum búsetukosti.
Bæklingur
-----------
Fundur í miðstöð Almannavarna eftir hádegi í dag sem við Ásta í Árborg sóttum í góðum félagsskap löggæslumanna í héraði og Péturs hjá Brunavörnum. Eftir fundinn heimsóttum við höfuðstöðvar Landsbjargar sem þarna eru einnig til húsa.
--------
Hér er aftur á móti linkur á flottan bækling um gæði Hveragerðisbæjar sem dreift verður í valin hús á höfuðborgarsvæðinu á næstu dögum. Þrátt fyrir að hús seljist hér eins og heitar lummur má alltaf gera betur og því er þessum bæklingi nú dreift til að vekja athygli á bæjarfélaginu sem vænlegum búsetukosti.
Bæklingur
Comments:
Skrifa ummæli