12. mars 2014
Það er alltaf fróðlegt að vita hverjir eru elstu íbúar Hveragerðisbæjar á hverjum tíma.
Hér í Hveragerði búa nú 22 einstaklingar sem verða 90 ára eða eldri á árinu 2014.
Elsti Hvergerðingurinn er Guðbjörg Runólfsdóttir, fyrrv. húsfreyja í Auðsholti, sem verður 98 ára í júlí nk. Næst elst er Regína Guðmundsdóttir, sem lengi bjó á Selfossi, en hún heldur uppá 96 ára afmælið sitt í dag og sendi ég mínar bestu afmæliskveðjur til hennar.
Elsti karlmaður Hveragerðisbæjar er Eiður Hermundsson sem lengi bjó í Laufskógunum en hann er tveimur árum yngri en Regína.
Það er ánægjulegt að sjá að elstu íbúar bæjarins hafa margir hverjir búsetu á hjúkrunarheimilinu en það eru forréttindi að hér skuli vera búið jafn vel að þessum hópi íbúa og þar er gert. Einnig er hér fjölbreytt flóra húsnæðis sem hentar vel eldra fólki en Búmanna íbúðirnar og húsnæðið sem ÍAV hefur byggt í tengslum við Heilsustofnun NLFÍ hafa verið afar vinsæll kostur þeirra sem vill minnka við sig og njóta jafnframt góðrar þjónustu.
Það er gaman að geta sagt frá því að það virðist sem að nú fjölgi nokkuð í yngstu árgöngum bæjarbúa en börn fædd 2011 eru 37 talsins, en það er fjórum börnum fleira en í árganginum sem fæddur er 2008 sem þykir nú líka nokkuð stór. Börn fædd árið 2013 eru 30 og þegar eru fædd hér í Hveragerði 5 börn á árinu 2014. Fjölmennustu árgangar bæjarbúa eru aftur á móti fæddir árið 1960 og 1996 eða 42 einstaklingar. Næstfjölmennastur er 1997 árgangurinn með 41 einstakling innanborðs og þriðji fjölmennasti eru ungmennin sem fædd eru 1989 og 1994 en hér búa 40 frá hvoru ári. Íbúar alls eru 2.324.
Skemmtilegar vangaveltur, en rétt er að geta þess að hinn stórgóði árgangur sem fæddur er 1964 telur 37 einstaklinga og er hann því í topp tíu ;-)
Hér í Hveragerði búa nú 22 einstaklingar sem verða 90 ára eða eldri á árinu 2014.
Elsti Hvergerðingurinn er Guðbjörg Runólfsdóttir, fyrrv. húsfreyja í Auðsholti, sem verður 98 ára í júlí nk. Næst elst er Regína Guðmundsdóttir, sem lengi bjó á Selfossi, en hún heldur uppá 96 ára afmælið sitt í dag og sendi ég mínar bestu afmæliskveðjur til hennar.
Elsti karlmaður Hveragerðisbæjar er Eiður Hermundsson sem lengi bjó í Laufskógunum en hann er tveimur árum yngri en Regína.
Það er ánægjulegt að sjá að elstu íbúar bæjarins hafa margir hverjir búsetu á hjúkrunarheimilinu en það eru forréttindi að hér skuli vera búið jafn vel að þessum hópi íbúa og þar er gert. Einnig er hér fjölbreytt flóra húsnæðis sem hentar vel eldra fólki en Búmanna íbúðirnar og húsnæðið sem ÍAV hefur byggt í tengslum við Heilsustofnun NLFÍ hafa verið afar vinsæll kostur þeirra sem vill minnka við sig og njóta jafnframt góðrar þjónustu.
Það er gaman að geta sagt frá því að það virðist sem að nú fjölgi nokkuð í yngstu árgöngum bæjarbúa en börn fædd 2011 eru 37 talsins, en það er fjórum börnum fleira en í árganginum sem fæddur er 2008 sem þykir nú líka nokkuð stór. Börn fædd árið 2013 eru 30 og þegar eru fædd hér í Hveragerði 5 börn á árinu 2014. Fjölmennustu árgangar bæjarbúa eru aftur á móti fæddir árið 1960 og 1996 eða 42 einstaklingar. Næstfjölmennastur er 1997 árgangurinn með 41 einstakling innanborðs og þriðji fjölmennasti eru ungmennin sem fædd eru 1989 og 1994 en hér búa 40 frá hvoru ári. Íbúar alls eru 2.324.
Skemmtilegar vangaveltur, en rétt er að geta þess að hinn stórgóði árgangur sem fæddur er 1964 telur 37 einstaklinga og er hann því í topp tíu ;-)
Comments:
Skrifa ummæli