7. febrúar 2014
Verð að deila með ykkur góðri sögu :-)
Fór nefnilega með Haraldi Fróða og mömmu hans í ungbarnasund á Selfossi í gær sem er auðvitað ekki í frásögur færandi. En þar sem ég stóð í búningsklefanum tilbúin að fara í laugina kemur lítill gutti með mömmu sinni inní klefann. Hann stendur síðan í smá stund, horfandi á mig og bendir síðan og segir eitthvað sem ég ekki skyldi. Svo sagði hann þetta stundarhátt aftur bendir á mig og segir "kúkalabbi"... Mér fundust nú Selfyssingar orðnir ansi grófir í innrætingunni þangað til ég fattaði að blessað barnið var að benda á froskalappirnar mínar og hélt sem sagt að þær hétu "kúkalabbar". Mér og móður hans fannst þetta alveg óborganlega fyndið :-)
-----------------
Annars fjallaði Magnús Hlynur um 10 ára afmæli www.aldis.is í Bylgjunni í bítið í morgun. Mér þótti vænt um það. Þetta hefur verið skemmtilegur vettvangur til að koma öllu því sem mér dettur til hugar á framfæri. Ég er aftur á móti ekki með djúpar pólitískar vangaveltur á þessari síðu. Enda held ég að fólk geti lesið slíkt nógu víða. Hér set ég yfirlett það sem efst er á baugi á hverjum degi og ég tel að eigi erindi við íbúa Hveragerðisbæjar fyrst og fremst og svo auðvitað vini og vandamenn. Síðan hef ég reynt að pasa það að skrifa ekki of mikið því ég hef heyrt frá "fastagestunum" að slíkt sé ekki vinsælt :-)
-----------------
Comments:
Skrifa ummæli