28. janúar 2014
Fjögur skipti í viku í sund gerir að verkum að sú sem þetta skrifar er oft ansi lúin á kvöldin. Á sundæfingunum syndum við yfirleitt 1400-1500 metra í hvert sinn, alls konar aðferðir undir hörðum aga Magnúsar Tryggvasonar, sem reynir eins og hann getur að fínpússa sundtökin. Mjög skemmtilegt. Sundleikfimin hjá henni Ester er allt öðruvísi en ekki síður góð. Nú eru til dæmis komin ný "lóð" sem gera æfingarnar miklu þyngri. Ef fram fer sem horfir get ég íhugað að klippa mig, en það ætla ég ekki að gera fyrr en ákveðinni tölu er náð á vigtinni. Mér finnst þetta gott takmark hjá mér en ef ég verð komin með hár niður í mitti og hnellin í vor þá vitið þið að þetta var ekki að virka !
Annars var þessi dagur einhvern veginn undirlagður ferðamálum. Hitti Andrés Úlfarsson, formann Ferðamálasamtaka Hveragerðis. Við ræddum um Hveragerði og ferðaþjónustuna í víðustum skilningi. Samtökin eru afar öflug en í þeim eru aðilar sem veita mjög fjölbreytta þjónustu. Það er gaman að fylgjast með því hversu hugmyndaríkir einstaklingar eru þar á meðal. Hitti síðan Davíð Samúelsson sem er framkvæmdastjóri Markaðsstofu Suðurlands. Ræddum mál er snúa að Markaðsstofunni en þar er unnið afar vel að kynningu á Suðurlandi sem áfangastað ferðamanna.
Síðdegis hittu bæjarfulltrúar fulltrúa frá Listvinafélagi Hveragerðis. Þau hafa huga á að koma sýningunni um skáldin út undir bert loft og gera hana aðgengilega öllum. Þá yrði einnig bætt við listamönnum af öðrum sviðum til að hægt sé að gera andans jöfrum bæjarins jafnhátt undir höfði. Hugmyndir hópsins eru afar skemmtilegar og gætu, ef vel er haldið á spilum, orðið að miklu aðdráttarafli í bænum.
Annars var þessi dagur einhvern veginn undirlagður ferðamálum. Hitti Andrés Úlfarsson, formann Ferðamálasamtaka Hveragerðis. Við ræddum um Hveragerði og ferðaþjónustuna í víðustum skilningi. Samtökin eru afar öflug en í þeim eru aðilar sem veita mjög fjölbreytta þjónustu. Það er gaman að fylgjast með því hversu hugmyndaríkir einstaklingar eru þar á meðal. Hitti síðan Davíð Samúelsson sem er framkvæmdastjóri Markaðsstofu Suðurlands. Ræddum mál er snúa að Markaðsstofunni en þar er unnið afar vel að kynningu á Suðurlandi sem áfangastað ferðamanna.
Síðdegis hittu bæjarfulltrúar fulltrúa frá Listvinafélagi Hveragerðis. Þau hafa huga á að koma sýningunni um skáldin út undir bert loft og gera hana aðgengilega öllum. Þá yrði einnig bætt við listamönnum af öðrum sviðum til að hægt sé að gera andans jöfrum bæjarins jafnhátt undir höfði. Hugmyndir hópsins eru afar skemmtilegar og gætu, ef vel er haldið á spilum, orðið að miklu aðdráttarafli í bænum.
Comments:
Skrifa ummæli