29. júlí 2013
Drjúgur dagur að baki. Átti fjölmörg góð símtöl í dag meðal annars við Ólaf Helga sýslumann þar sem ég fékk upplýsingar um stöðu embættisins en nú stendur hann frammi fyrir því að þurfa enn og aftur að fækka í liðinu. Slíkt er algerlega ólíðandi og í raun ógerlegt eigi að vera hægt að halda uppi lágmarksþjónustu og tryggja öryggi íbúa. Bæjarráð mun væntanlega fjalla um málið á fundi sínum í vikunni.
Átti nokkur símtöl vegna fyrirhugaðs útboðs á sorphirðu hér í Hveragerði. Ræddi meðal annars við verkfræðistofu, fulltrúa Ríkiskaupa, bæjarstjórann í Stykkishólmi og framkvæmdastjóra Sorpstöðar Suðurlands. Það er að komast mynd á stöðuna og þá möguleika sem eru í henni.
Eftir hádegi var fundur í vinnuhópnum um skólaþjónustu í Árnesþingi. Við höfum fengið Gerði G. Óskarsdóttur, fyrrv. fræðslustjóra Reykjavíkur í lið með okkur til að forma þá þjónustu sem væntanlega verður lagt af stað með. Þetta var góður og gagnlegur fundur og ljóst að við erum farin af stað í þessa vegferð.
Síðdegis var góður fundur meirihlutans þar sem fjallað var um fyrirhugaðann fund bæjarráðs í vikunni og reyndar fjölmargt annað. Það er á mörkunum að það sé fundafært vegna málaleysis en við munum samt halda fund - stefnir í 4 mál og stuttan fund :-)
Allir morgnar byrja nú á góðum spretti í sundlauginni, það er gott upphaf á deginum ! ! !
Átti nokkur símtöl vegna fyrirhugaðs útboðs á sorphirðu hér í Hveragerði. Ræddi meðal annars við verkfræðistofu, fulltrúa Ríkiskaupa, bæjarstjórann í Stykkishólmi og framkvæmdastjóra Sorpstöðar Suðurlands. Það er að komast mynd á stöðuna og þá möguleika sem eru í henni.
Eftir hádegi var fundur í vinnuhópnum um skólaþjónustu í Árnesþingi. Við höfum fengið Gerði G. Óskarsdóttur, fyrrv. fræðslustjóra Reykjavíkur í lið með okkur til að forma þá þjónustu sem væntanlega verður lagt af stað með. Þetta var góður og gagnlegur fundur og ljóst að við erum farin af stað í þessa vegferð.
Síðdegis var góður fundur meirihlutans þar sem fjallað var um fyrirhugaðann fund bæjarráðs í vikunni og reyndar fjölmargt annað. Það er á mörkunum að það sé fundafært vegna málaleysis en við munum samt halda fund - stefnir í 4 mál og stuttan fund :-)
Allir morgnar byrja nú á góðum spretti í sundlauginni, það er gott upphaf á deginum ! ! !
Comments:
Skrifa ummæli