5. mars 2013
Stjórn Sorpstöðvar Suðurlands fór í kynnisferð til höfuðborgarinnar í dag. Skoðuðum fyrst urðunarstaðinn í Álfsnesi, heimsóttum síðan höfuðstöðvar Sorpu og mótttökustöðina í Gufunesi. Fórum þaðan í Íslenska gámafélagið og enduðum í Furu í Hafnarfirði. Allt afar athyglisverðir staðir hver með sínu sniði. Ég hafði eingöngu heimsótt Íslenska gámafélagið áður og því var meira nýjabrum á hinum fyrirtækjunum. Það er mikil gróska í endurvinnslu og sorpmeðhöndlun á landinu enda er þessi markaður sifellt að verða fýsilegri fyrir þá sem vilja nýta það hráefni sem felst í úrgangi. Það var til dæmis einstaklega fróðlegt að heimsækja Furu og sjá allt það verðmæti sem þeir gera þar úr ónýtum bílum, köplum, vélum og öðru slíku. Við ætluðum einnig að heimsækja Gámaþjónustuna sem er einkar öflugt og metnaðarfullt fyrirtæki í þessum geira en þá komu skilaboð frá þeim um að fulltrúar Árborgar í stjórninnni væru ekki velkomnir þangað í heimsókn. Væntanlega eru þar einhver sárindi í gangi í kjölfar útboðs á sorphirðu sem nýverið fór fram hjá nágrönnum okkar! Við hin sátum eftir með sárt ennið og kenndum að sjálfsögðu Ara og Gunnari um að við hefðum ekki fengið að sjá þetta flotta fyrirtæki :-)Fyrri myndin er af hópnum á miðju athafnasvæði Furu en sú seinni er af alveg ótrúlega fallegum koparvír á leið úr landi.
Heyrði í dag athyglisverða staðreynd um flöskur, dósir og annað slíkt sem við getum skilað inn til Endurvinnslunnar og fengið 14 kr fyrir eininguna. Einhvers staðar liggja flöskur og dósir fyrir 225 milljónir sem ekki skila sér inn til fyrirtækisins. Það fær nefnilega ákveðna krónutölu pr. stk af framleiddri flösku beint frá framleiðendum drykkjarvara til að geta greitt til þeirra sem skila inn. Framlögin koma einnig vegna þeirra umbúða sem ekki er skilað, enda í ruslinu til dæmis, og þær upphæðir mynda hagnað Endurvinnslunnar. Ansi flott fyrirkomulag ! En mikið lifandis býsn fer mikið af flöskum og dósum í ruslið ! ! !
Heyrði í dag athyglisverða staðreynd um flöskur, dósir og annað slíkt sem við getum skilað inn til Endurvinnslunnar og fengið 14 kr fyrir eininguna. Einhvers staðar liggja flöskur og dósir fyrir 225 milljónir sem ekki skila sér inn til fyrirtækisins. Það fær nefnilega ákveðna krónutölu pr. stk af framleiddri flösku beint frá framleiðendum drykkjarvara til að geta greitt til þeirra sem skila inn. Framlögin koma einnig vegna þeirra umbúða sem ekki er skilað, enda í ruslinu til dæmis, og þær upphæðir mynda hagnað Endurvinnslunnar. Ansi flott fyrirkomulag ! En mikið lifandis býsn fer mikið af flöskum og dósum í ruslið ! ! !
Comments:
Skrifa ummæli