25. mars 2013
Mikið sem tilveran getur breyst á undraskömmum tíma. Ungur maður ákvað að það væri tímabært að hitta foreldra sína og ættingja og skaust í heiminn á settum degi þann 21. mars. Hann er undur fallegur og yndislegur á alla kanta og dafnar vel umvafinn kærleika foreldra sinna og risastórrar stórfjölskyldu. Hann er svo heppinn að eiga 6 ömmur og 5 afa og frænkur og frændur sem öll bíða eftir að dekra hann og njóta samvista við þenna nýja undursamlega einstakling. Við erum svo ljón heppin að fá að hafa litlu fjölskylduna hér á Heiðmörkinni fyrstu dagana en það eru ólýsanleg forréttindi sem við erum afar þakklát fyrir.
Fæðingin gekk afskaplega vel og eru foreldrarnir í skýjunum með aðstöðuna á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Einstaklega persónuleg og góð nærvera allra sem þarna starfa gerðu þessa stund jafn einstaka og raun varð á. Við erum svo heppin Sunnlendingar að eiga fæðingardeild með jafn miklu gæða starfsfólki og þarna starfar. Laufey og Elvar vildu fyrir alla muni eiga barnið á Selfossi og keyrðu frá Seltjarnarnesi og austur - framhjá Lansanum - þrátt fyrir að fæðingin væri langt komin. Það er mikið á sig lagt til að eiga á Selfossi, enda var það þess virði :-)
----------------------------
Þrátt fyrir að ég myndi nú helst vilja sitja heima og horfa á litla ömmugullið allan daginn þá stendur það víst ekki til boða :-)
Í dag byrjaði ég á því að ganga frá fundargerð fyrir bæjarráðsfund sem haldinn verður í fyrramálið. Skipulagði síðan borgarafund um úttektar skýrslu Haraldar Lindal sem haldinn verður þann 18. apríl nk. Setti einnig niður fund vegna ársreiknings og meirihlutafund en það getur oft verið þrautin þyngri og tímafrekt að finna tíma sem öllum hentar til fundahalda.
Frá hádegi og til kl. 17 vorum við Eyþór hjá Capacent að ræða við umsækjendur um stöðu umhverfisfulltrúa. Fjöldi umsókna barst um stöðuna en nú er hópurinn farinn að þynnast all verulega. Margir afskaplega færir einstaklingar þar á ferð og í raun hefði ég viljað ráða fleiri en einn !
Kom eðlilega alltof seint í sundleikfimi og náði ekki nema broti af tímanum - synti því í staðinn dágóðan slatta. Missti einhvers staðar á leiðinni töluna á ferðunum! Gott pottaspjall í góðum hópi kórónar alltaf sundferðina.
Nú er svo gaman að fá að kynnast ættingjum Elvars sem undantekningalaust eru hið skemmtilegasta fólk. Áttum hér góða kvöldstund með frænkum litla prinsins sem voru að kynnast gullinu okkar allra...
Fæðingin gekk afskaplega vel og eru foreldrarnir í skýjunum með aðstöðuna á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Einstaklega persónuleg og góð nærvera allra sem þarna starfa gerðu þessa stund jafn einstaka og raun varð á. Við erum svo heppin Sunnlendingar að eiga fæðingardeild með jafn miklu gæða starfsfólki og þarna starfar. Laufey og Elvar vildu fyrir alla muni eiga barnið á Selfossi og keyrðu frá Seltjarnarnesi og austur - framhjá Lansanum - þrátt fyrir að fæðingin væri langt komin. Það er mikið á sig lagt til að eiga á Selfossi, enda var það þess virði :-)
----------------------------
Þrátt fyrir að ég myndi nú helst vilja sitja heima og horfa á litla ömmugullið allan daginn þá stendur það víst ekki til boða :-)
Í dag byrjaði ég á því að ganga frá fundargerð fyrir bæjarráðsfund sem haldinn verður í fyrramálið. Skipulagði síðan borgarafund um úttektar skýrslu Haraldar Lindal sem haldinn verður þann 18. apríl nk. Setti einnig niður fund vegna ársreiknings og meirihlutafund en það getur oft verið þrautin þyngri og tímafrekt að finna tíma sem öllum hentar til fundahalda.
Frá hádegi og til kl. 17 vorum við Eyþór hjá Capacent að ræða við umsækjendur um stöðu umhverfisfulltrúa. Fjöldi umsókna barst um stöðuna en nú er hópurinn farinn að þynnast all verulega. Margir afskaplega færir einstaklingar þar á ferð og í raun hefði ég viljað ráða fleiri en einn !
Kom eðlilega alltof seint í sundleikfimi og náði ekki nema broti af tímanum - synti því í staðinn dágóðan slatta. Missti einhvers staðar á leiðinni töluna á ferðunum! Gott pottaspjall í góðum hópi kórónar alltaf sundferðina.
Nú er svo gaman að fá að kynnast ættingjum Elvars sem undantekningalaust eru hið skemmtilegasta fólk. Áttum hér góða kvöldstund með frænkum litla prinsins sem voru að kynnast gullinu okkar allra...
Comments:
Skrifa ummæli