17. mars 2013
Síðasta Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga á þessu kjörtímabili var haldið á föstudaginn þar sem rætt var um þau mál sem efst eru á baugi. Helst eru það samskipti ríkis og sveitarfélaga, kjarasamningar og hlutverk landshlutasamtaka. Þinggestum var skipt upp í umræðuhópa sem fjölluðu um einstök málefni en það er skemmtilegt fyrirkomulag sem lífgar uppá þingstörfin. Ég flutti ræðu um stöðu sveitarfélaga og hluta úr henni má sjá hér. Ræðan vakti nokkra athygli og þá sérstaklega kaflinn um samskipti ríkis og sveitarfélaga og vinnutímaskilgreiningu starfs grunnskólakennara. Hér má líka sjá umfjöllun Morgunblaðsins um ræðuna.
Fyrr í vikunni hafði ég heimsótt kaffistofu Grunnskólans og líflegar umræðurnar þar kveiktu m.a. hugmyndir að efnistökum ræðunnar.
Annars var líka fjör í opnu húsi sjálfstæðismanna en Halldór Blöndal fyrrverandi þingmaður og ráðherra kom í heimsókn til að ræða málefni eldri borgara og stjórnmálaviðhorfið almennt. Held að hann hafi ekki alveg átt von á þeirri orrahríð sem á honum dundi :-)
Árshátíð Kjörís fólks á Hótel Flúðum um helgina. Einstaklega góð umgjörð um skemmtilega árshátíð. Hótel Flúðir er eitt af glæsilegri hótelum Suðurlands og grjótgarðurinn með heita pottinum er sérstaklega vel heppnaður.
Brunuðum síðan frá Flúðum á Laugarvatn í einstöku gluggaveðri, þangað sem sonurinn var sóttur til að fara með í kaffiboð í Gýgjarhólskoti. Eins og alltaf var gaman í þeim góða félagsskap. En aldrei þessu vant voru Uppsveitirnar þræddar fram og til baka um helgina.
Fyrr í vikunni hafði ég heimsótt kaffistofu Grunnskólans og líflegar umræðurnar þar kveiktu m.a. hugmyndir að efnistökum ræðunnar.
Annars var líka fjör í opnu húsi sjálfstæðismanna en Halldór Blöndal fyrrverandi þingmaður og ráðherra kom í heimsókn til að ræða málefni eldri borgara og stjórnmálaviðhorfið almennt. Held að hann hafi ekki alveg átt von á þeirri orrahríð sem á honum dundi :-)
Árshátíð Kjörís fólks á Hótel Flúðum um helgina. Einstaklega góð umgjörð um skemmtilega árshátíð. Hótel Flúðir er eitt af glæsilegri hótelum Suðurlands og grjótgarðurinn með heita pottinum er sérstaklega vel heppnaður.
Brunuðum síðan frá Flúðum á Laugarvatn í einstöku gluggaveðri, þangað sem sonurinn var sóttur til að fara með í kaffiboð í Gýgjarhólskoti. Eins og alltaf var gaman í þeim góða félagsskap. En aldrei þessu vant voru Uppsveitirnar þræddar fram og til baka um helgina.
Comments:
Skrifa ummæli